Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1453816618.46

    Hreifing og heilsa
    HEIL1LE02(FT)
    22
    heilsa, lífsstíll
    Líkamsrækt og eigin þjálfun
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    FT
    Fjallað er um gildi heilbrigðs lífernis; hreyfingar og næringar. Jafnframt er rætt um andlega líðan og tengsl við neysluhegðun og lífsstíl í víðasta skilningi. Lögð er áhersla á heilsustefnu skólans og samvinnu nemenda í líkamsrækt og hugrækt. Áfanginn er í kjarna hverrar annar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Grundvallaratriðum næringarfræði og hollustu í mataræði og annarri neyslu.
    • Andlegri líðan og tenglsum við lífsstíl.
    • Skipulögðu íþróttastarfi og útivist í nærsamfélaginu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Öðlast glögga og raunsanna mynd af eigin neyslu; mataræði og ávanabindingu.
    • Breyta lífsvenjum sínum á skipulegan og markvissan hátt til betra horfs samkvæmt umbótaferli.
    • Skynja aukna vellíðan og starfsorku í kjölfar breytinga.
    • Velja skipulagða íþróttaiðkun og útvist við hæfi.
    • Greina frá reynslu sinni af viðleitni til bættra lífshátta.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Setja sér staðföst og mælanleg markmið um heilsu, neyslu og andlega rækt.
    • Gera andlega og líkamlega heilsurækt að forgangsmáli í daglegu lífi og samtvinna við daglegar athafnir.