Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1453918848.7

    Stærðfræði 1 Aðalnámskrá
    STÆR1XX03
    80
    stærðfræði
    Algebra, rúmfræði, tölfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Grunnatriði algebru, einingakerfi rúmfræði og einföldum útreikningum, talningu, tölfræði og líkindareikningi. Hagnýting og meðhöndlun talnagagna í viðkomandi starfsgreinum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Tölum og algebru: Forgangsröð aðgerða, notkun sviga og jafnaðarmerkis.
    • Talnareikningum og deilanleika með lágum tölum, heiltöluveldi.
    • Brotum, prósentu-, hlutfalla- og vaxtareikningi. Snyrtingu og námundun talna.
    • Notkun tákna sem staðgengla talna.
    • Rúmfræði: Metrakerfinu, hnitakerfinu, mælingum, flatarmáli og rúmmáli.
    • Pýþagórasarreglu.
    • Færslum og einslögun einfaldra mynda, stækkun og smækkun, lestri korta í ýmsum hlutföllum.
    • Eiginleikum beinnar línu í hnitakerfi, s.s. hallatölu og skurðpunkta við ása hnitakerfisins.
    • Talningu, tölfræði og líkindareikningur:
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beitingu táknmáls: Notkun algengra stærðfræðitákna, s.s. jafnaðarmerkis og sviga ásamt forgangsröðun aðgerða. Túlkun þessara atriða í mæltu máli.
    • Tölum og algebru: Talnareikningum og deilanleika með lágum tölum, heiltöluveldium. Meðferð brota, prósentu-, hlutfalla- og vaxtareikningi. Viðeigandi nákvæmni í snyrtingu og námundun talna. Einföldum jöfnum.
    • Rúmfræði: Metrakerfi, hnitakerfi, flatarmáli og rúmmáli algengra hluta. Pýþagórasarreglu. Færslum einfaldra mynda, stækkun og smækkun, lestri korta og taflna og gerð ferðaáætlana út frá þeim. Einföldum flatarteikniforritum. Eiginleikum beinnar línu í hnitakerfi og túlkun þeirra í viðfangsefnum sem leiða til línulegs sambands.
    • Talningu, tölfræði og líkindareikningi: Uppsetningu, aflestri og túlkun gagna á myndrænu formi. Gagnrýnni skoðun með tilliti til villandi notkunar. Reikningi líkinda atburða og mati á afleiðingum þeirra.
    • Hjálpartæki: Beitingu einfaldra reiknivéla af öryggi og notkun algengra tölvuforrita, s.s. töflureikna og rúmteikniforrita.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Miðla í mæltu og rituðu máli: Túlka útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi án fordóma. Skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk í mæltu máli, myndrænt eða með hjálpartækjum. Átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna. Greina og hagnýta upplýsingar á sviði stærðfræði á viðkomandi þrepi sem birtast m.a. í fjölmiðlum, hvort sem þær eru settar fram í töluðu eða rituðu máli, myndrænt eða í töflum.
    • Tileinka sér stærðfræðilega hugsun: Skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau. Vita hvers konar spurningar leiða til stærðfræðilegra viðfangsefna, spyrja slíkra spurninga og átta sig á hvers konar svara megi vænta.
    • Leysa þrautir og verkefni: Beita skipulegum aðferðum við leit að lausnum á þrautum úr kunnuglegu samhengi og útskýrt aðferðir sínar og lausnir. Beita gagnrýninni og skapandi hugsun og sýna áræðni, frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn verkefna og þrauta. Klæða hversdagsleg verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa þau og túlka stærðfræðilegar lausnir þeirra í samhengi við upphafleg verkefni. Nota lausnir verkefna sinna, t.d. um fjármál, til að byggja val sitt á; samanburð, áætlanir og ákvarðanir.
    • Röksemdafærslu: Fylgja og skilja röksemdir í mæltu máli og í texta og beita einföldum röksemdum. Meta hvort upplýsingar eru réttar og/eða áreiðanlegar. Greina tengls stærðfræði og daglegs lífs í starfi sínu, fjármálum, tækni og listum.