Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1453994624.53

    Módelgerð
    NMOD3MG02(NB)
    1
    Módelgerð
    Módelgerð
    Samþykkt af skóla
    3
    2
    NB
    Nemendur eru þjálfaðir í að hanna veiðarfæri og gera líkön af þeim í hentugum mælikvarða fyrir tankprufu. Nemendur læra að splæsa og hnýta, hagnýt splæs og hnúta. Áfanganum líkur með mati á verkefnum og ástundun í áfanganum. Áfanganum líkur með prófi og mati á verkefnum gerðum á önninni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • verkferlum við módelgerð
    • stærð og gerð upprunalegs veiðarfæris
    • væntanlegri notkun módels (tankprófanir, staðfesting á virkni eða heðgun veiðarfæris, sýning, skraut).
    • efnisvali í módel
    • útreikingum á stærð módels útfrá veiðarfæri: Skurðarreikningar, fellingareikningur og flatarmálsreikningur neta
    • öllum veiðarfærum sem notu eru til módelgerðar
    • módelprófunum veiðarfæra
    • verklagi við prófanir á módelum í tilraunatanki, kostum þeirra og takmörkunum
    • mælingum, skráningum á mælingum, túlkunum og framsetningu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa verkferli fyrir módelgerð og fylgja áætlun
    • lesa teikningar og/eða mæla upp veiðarfæri og teikna
    • haga verklagi í samræmi við væntanlega notkun módels
    • velja rétt efni í módel með hliðsjón af eiginleikum og notkun
    • ákvarða mælikvarða módels og reikna stærðir á öllum hlutum þess; skurði, fellingar og flatarmáli neta
    • nota öll verkfæri sem algeng eru til módelgerðar
    • setja upp prófanir á módeli í samræmi við notkun veiðarfæris og krafna um upplýsingar sem fá skal fram
    • aðlaga módel að athugunarsvæði (tanki). Stilla upp módeli í tilraunatanki og framkvæma prófanir
    • nota verkfæri og mælitæki
    • skrá mælingar, lesa úr gögnum og setja fram á skýran og skilmerkilegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • rökstyðja val sitt á vinnubrögðum og vali á efnum
    • meta eiginleika, hegðun og virkni veiðarfæris í fullri stærð út frá túlkun á prófunum módels og rökstyðja ályktanir
    • gera sér og öðrum grein fyrir kostum módelprófana og takmörkunum (óvissu) þeirra
    • gera sér og öðrum grein fyrir kostnaði og tíma við módelprófanir
    Áfanganum lýkur með prófi og mati á verkefnum gerðum á önninni.