Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455122648.81

    Nýsköpun - lokaverkefni til stúdentsprófs
    NÝSK3LO05
    9
    nýsköpun
    lokaverkefni til stúdentsprófs
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum fá nemendur tækifæri til að samþætta þá þekkingu, leikni og hæfni sem þeir hafa öðlast í námi sínu við skólann eða annars staðar. Nemendur velja sér viðfangsefni á sviði nýsköpunar og vinna að því sjálfstætt og í samvinnu við aðra nemendur. Unnið er undir handleiðslu umsjónarkennara en auk hans hafa nemendur greitt aðgengi að teymi kennara sem veita leiðsögn á því sérsviði sem nemendur hafa valið. Einngi fá nemendur handleiðslu í íslensku, tungumálum og stærðfræði.
    NÝSK2UL04 (NÝS2B02) Nemandi sem skráður er í áfangann þarf að vera farinn að sjá fyrir endan á námi sínu. Mælt er með að áfanginn sé tekinn á síðustu eða næstsíðustu námsönn.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi þess að vanda til hugmyndavinnu.
    • hugtakinu nýsköpun.
    • eðli samvinnu og kostum þess að nýta þann breiða grunn þekkingar, leikni og hæfni sem til staðar er í hópi nemenda.
    • því sérsviði sem viðfangsefni hans tilheyrir.
    • tímastjórnun og mikilvægi vandaðrar áætlanagerðar við lausn flókinna og yfirgripsmikilla verkefna.
    • upplýsingaöflun og mikilvægi upplýsingatækni.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með sínar eigin hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd.
    • greina hugmyndir sem falla undir nýsköpun frá öðrum hugmyndum.
    • eiga samvinnu við ólíkt fólk sem hefur sömu markmið og hann sjálfur.
    • leita sér upplýsnga um viðfangsefni sín, bæði sértækra og almennra.
    • gera verk- og kostnaðaráætlanir fyrir yfirgripsmikil verkefni.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fylgja eftir hugmynd frá upphafi til enda sem metið er með lokaskýrslu og kynningu nemenda.
    • eiga farsæla samvinnu með hópi jafningja með sameiginleg markmið fyrir augum. Þetta er metið með lokaskýrslu, kynningu og matsskýrslu.
    • greina og meta áreyðanleika upplýsinga ...sem er metið með... lokaskýrslu.
    • gera vandaða áætlun um verk sem fyrir höndum er ...sem er metið með... lokaskýrslu og verkdagbók á Moodle.
    Námsmat er þríþætt: a) Hópurinn skilar lokaskýrslu þar sem sagt er frá öllum þáttum verkefnisins, allt frá upphaflegri hugmyndavinnu til fullbúinnar afurðar. b) Kynning sem fram fer í lok annar. Hópurinn stendur að kynningu á hugmynd sinni og afurð. Fer kynningin fram á sameiginlegum kynningardegi allra nemenda í áfanganum. c) Matsskýrsla og verkdagbók á Moodle þar sem hver nemandi metur sitt eigið vinnuframlag og annarra. Lögð er áhersla á reglulega endurgjöf leiðbeinenda, leiðsagnarmat og jafningjamat.