Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455296524.81

    Hagnýt enska
    ENSK2HC05
    96
    enska
    Hagnýt enska
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    SB
    Áhersla er lögð á að nemendur öðlist kunnáttu og færni í hagnýtri ensku. Þeir muna tileinka sér og þjálfast í að nota orðaforða tengdan sínu fagi og tjá sig á skipulegan hátt. Áhersla er lögð á lestur fjölbreyttra texta með það fyrir augum að byggja upp bæði virkan og óvirkan orðaforða og góðan skilning. Viðfangsefni eru: m.a. textalestur, orðaforði og tjáning.
    ENSK2OS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notkun hagnýtrar ensku
    • mismunandi leiðir til að tjá sig á ensku bæði, formlega og óformlega
    • orðaforða sem tengist námi nemandans
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina muninn á formlegu og óformlegu máli
    • lesa og skilja texta með sérhæfðum orðaforða sem tengist námi nemenda
    • tjá sig skriflega og munnlega á ensku
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja orðaforða sem tengist námi nemenda
    • nota orðaforða sem tengist námi nemenda
    • tjá sig á ensku
    Notað verður fjölbreytt námsmat. Dæmi um námsmatsþætti gætu verið: Munnleg og skrifleg verkefni, smápróf, ritun, ástundun og lokapróf.