Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1459437652.92

    Veiðarfærafræði og veiðitækni
    NVOV3VV03(NB)
    2
    Veiðarfærafræði og veiðitækni
    Veiðarfæri, veiðitækni
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    NB
    Nemendur læra um helstu hluta veiðarfæra, hvernig þeir virka, veiða og tilgangi þeirra. Nemendur læra um kjörhæfni allra helstu veiðarfæra, kynnast þeim kröftum sem á þau verka, kostum þeirra og ókostum.
    STÆR2AR05, ÍSLE2BR05 og NENG2EF02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • öllum veiðarfærum sem notuð eru við Ísland, fiski sem veiddur er í hvert veiðarfæri, árlegu aflamagni á hvert veiðarfæri, helstu veiðislóðum og aðstæðum til veiða, skipum; stærð, afla og veiðibúnaði um borð
    • takmörkunum á notkun einstakra veiðarfæra við landið og orsakir þeirra
    • stofnunum og starfi þeirra sem fást við rannsóknir og gagnaöflun og eftirlit með fiskveiðum og veiðitækni hérlendis: Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Landhelgisgæslu, Háskólanum á Akureyri, Stofnun Sæmundar fróða, Matís.
    • grunnupplýsingum og forsendum hönnunar í ljósi notkunar og hagkvæmni veiðarfæris
    • helstu þáttum sem hafa áhrif á gæði og verðmæti hráefnis
    • áhrifum veiðarfæra á afla og gæði fisks úr sjó
    • grundvallaratriðum við skipulagningu hönnunar- og framleiðsluverkefnis veiðarfæra
    • grundvallaratriðum við skipulagningu viðgerðaverkefnis veiðarfæra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lýsa fiskveiðum Íslendinga m.t.t. veiðarfæra, fisks sem veiddur er í hvert veiðarfæri, árlegu aflamagni á hvert veiðarfæri, helstu veiðislóðum og aðstæðum til veiða, skipum; stærð, afli og veiðibúnaði um borð
    • leita, afla og meta upplýsingar frá viðkomandi stofnunum
    • nota þau áhöld og tækni sem tiltæk eru til hönnunar
    • hanna veiðarfæri í fullri stærð
    • hanna veiðarfæri með hliðsjón af lágmörkun umhverfisáhrifa veiða
    • hanna veiðarfæri með tilliti til meðferðar á afla og gæða fisks úr sjó
    • setja upp áætlun um hönnunar- og framleiðslu-verkefni með hliðsjón af tíma, aðföngum og kostnaði
    • kalla eftir áliti og afstöðu viðskiptavinar á verkefnisáætlun og leita formlegs samþykki á henni
    • setja upp áætlun um viðgerðarverkefni með hliðsjón af tíma, aðföngum og kostnaði
    • kalla eftir áliti og afstöðu viðskiptavinar á verkefnisáætlun og leita formlegs samþykki á henni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • öðlast og efla yfirsýn yfir veiðarfæri og notkun þeirra
    • meta notkunaraðstæður veiðarfæra; sjólag, strauma, dýpi, botngerð
    • meta uppbyggingu, styrk, endingu og viðhaldsþörf veiðarfæra í ljósi hreyfanleika þeirra
    • tengja hugmynda- og aðferðafræði hönnunar við hag-kvæmni í notkun veiðarfæra með tilliti til notkunaraðstæðna, stærðar, kostnaðar, veiðihæfni, endingar og viðhaldsþarfar
    • afla upplýsinga og taka mið af reynslu skipstjóra og annarra sjómanna varðandi veiðar, veiðarfæri og umhverfi
    • meta og virða mikilvægi umhverfisverndar við fiskveiðar
    • meta og virða hagrænt mikilvægi góðrar aflameðferðar
    • leggja mat á hugmyndir, óskir og kröfur viðskiptavina
    • veita ráð og gera tillögur um útfærslur á hugmyndum, óskum og kröfum viðskiptavina varðandi hönnun, framleiðslu, viðhald og viðgerðir veiðarfæra
    Áfanganum lýkur með prófi og mati á verkefnum gerðum á önninni.