Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1459527176.77

    Sálfræði fötlunar og öldrunar
    SÁLF3FÖ05
    56
    sálfræði
    FÖTLUN, ÖLDRUN
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn fjallar um fötlun og öldrun og aðbúnað fatlaðra og aldraðra einstaklinga. Meginmarkmið áfangans er að nemendur kynnist skertri getu einstaklinga til athafna daglegs lífs vegna fötlunar og/eða öldrunar. Nemendur kynnast hugtakinu fötlun, tegundum fatlana og muninum á andlegum og líkamlegum fötlunum. Eins kynnast nemendur hugtakinu öldrun og mismunandi skilgreiningum á því. Fjallað er um ólík viðhorf til öldrunar m.t.t. samfélaglegra þarfa og hlutverka í samfélaginu, sögu og tilkomu öldrunarsálfræðinnar auk helstu viðfangsefna. Nemendur afla sér upplýsinga um úrræði og aðstoð sem er í boði á Íslandi fyrir einstaklinga með skerta færni til athafna daglegs lífs. Í því sambandi er horft til líkamlegrar, andlegarar og félagslegarar færni.
    SÁLF2IS05 (SÁL1A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtakinu fötlun út frá ólíkum sjónarhornum.
    • hugtakinu öldrun út frá ólíkum sjónarhornum.
    • mismunandi nálgun sálfræðinnar á skerta getu til athafna daglegs lífs.
    • helstu hugtökum og kenningum sálfræðinnar varðandi skerta hæfni.
    • helstu úrræðum og mögulegri stoðþjónsutu við þá sem eru með skerta getu.
    • breyttum viðhorfum til fatlaðra og aldraðra.
    • andlegum og líkamlegum breytingum sem verða vegna öldrunnar.
    • þeirri sálfræðiþjónustu sem er í boði fyrir aldraða og fatlaða.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • miðla þekkingu sinni á eðli skertrar getu fólks til athafna daglegs lífs.
    • setja sig í spor fólks sem vegna aldurs eða fötlunar á í vanda.
    • afla og hagnýta sér heimilda og upplýsinga á sviði sálfræði um öldrun og fötlun.
    • nýta fræðilegan sálfræðitexta á íslensku og erlendum tungumálum.
    • greina andlegar, líkamlegar og félagslegar afleiðingar skertrar getu til athafna.
    • benda á tiltæk úrræði fyrir fólk með skerta getur til athafna.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á margbreytileika og alvarleika skertrar athafnagetu með tilliti til áhrifa á daglegt líf sem metið er með hópvinnu og rannsóknum.
    • setja sig í spor þeirra sem eiga við skerta athafnagetu að stríða til að verða hæfari þátttakandi í nútímasamfélagi sem metið er með persónulegum verkefnum eða dagbókarskrifum.
    • taka þátt í rökræðum og stuðningsumræðu um málefni fatlaðra og aldraðra sem metið er með umræðum.
    • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti fötlunar og öldrunar sem metið er með nemendakynningum.
    • afla upplýsinga um fötlun og öldrun til að nota við úrlausn verkefna sem metið er með ritgerðum og skýrslum.
    • meta á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt eigið vinnuframlag og annarra í verkefnavinnu sem er metið með sjálfsmati og jafningjamati.
    • geta framkvæmt eigindlega rannsókn og gert grein fyrir helstu niðurstöðum sem metið er með skýrslu og kynningu.
    Leitarnám, rannsóknir, samvinnunám, umræður, fyrirlestrar kennara og nemenda. Verkefnavinna, sjálfsmat, símat og jafningjamat. Ástundun, frumkvæði og þátttaka.