Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1464606889.26

    Vettvangsnám á vinnustað
    VINS2FÞ08(SS)
    22
    vinnustaðanám
    Ferðaþjónusta
    Samþykkt af skóla
    2
    8
    SS
    Tilgangur vettvangsnáms á vinnustað er að styðja við yfirfærslu náms á vinnustað og þjálfa þá þekkingu, leikni og hæfni sem byggð hefur verið upp í náminu. Þjálfunin fer fram með leiðsögn þar sem þjálfuð eru vinnubrögð og aðferðir við algeng verkefni á vinnustaðnum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • stefnu, reglum og menningu á vinnustað
    • verkferlum og skipulagi á vinnustaðnum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna sjálfstætt eftir skipulagi vinnustaðar
    • vinna í samræmi við öryggis, hreinlætis og gæðakröfur
    • eiga í árangursríkum samskiptum við starfsfólk og viðskiptavini
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna góða starfshætti í samræmi við stefnu vinnustaðar
    • fylgja fyrirfram ákveðnum verkferlum og reglum á vinnustað
    • leysa algeng verkefni á vinnustað með fullnægjandi hætti
    • leggja sitt af mörkum til að auka árangur
    Fer fram með ferilmöppu