Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1464688903.21

    Ferðaþjónusta
    FEÞJ2SS03(SS)
    1
    Ferðaþjónusta
    skipulagning, upplýsingagjöf, Þjónusta
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    SS
    Markmið áfangans er að upplýsa nemendur um hvað ferðaþjónusta er og hvað felst í góðri ferðaþjónustu. Leitast er við að upplýsa nemendur um helstu ferðamannastaði á Íslandi. Markmið áfangans er að opna augu nemandans fyrir því umhverfi sem starfsfólk í ferðaþjónstu starfar við og kynna helstu viðfangsefni þeirra.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • því hvernig ferðaþjónusta á Íslandi er skipulögð og hverjir eru helstu hagsmunaaðilar og samtök
    • hvað felst í góðri ferðaþjónustu
    • hlutdeild starfsmanna í árangri ferðaþjónustu
    • helstu ferðamannastöðum á Íslandi og einkennum þeirra
    • því sem er sérstakt og eftirsóknarvert á Suðurnesjum
    • helstu hugtökum og regluverki ferðaþjónustunnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • veita haldgóðar upplýsingar sé þess óskað
    • beita algengum hugtökum ferðaþjónstu
    • leysa verkefni í samstarfi við aðra
    • tjá sig um málefni tengd ferðaþjónustu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera úrræðagóður við ýmiss konar aðstæður í starfi
    • eiga skýr og skilmerkileg samskipti við aðila innan ferðaþjónustunnar
    Fjölbreytt námsmat s.s. leiðsagnarmat og jafningjamat.