Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1464691784.82

    Ferðaþjónusta-Viðburðastjórnun
    FEÞJ2VS05(SS)
    2
    Ferðaþjónusta
    Viðburðastjórnun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    SS
    Í áfanganum er fjallað um eðli viðburða og hlutverki þeirra í samfélaginu. Skoðaðar verða ýmsar gerðir viðburða og mismunandi markmið þeirra. Þá er lögð áhersla á viðburði tengda ferðaþjónustu og sérstaklega á Íslandi. Farið er yfir vinnuferil við skipulagningu viðburða svo sem áætlunargerð, samskipta- og upplýsingastreymi, fjárhagsáætlun, framkvæmd og endurmat. Hlutverk hagsmunaaðila er skoðað.
    FEÞJ2SS03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ferli viðburðastjórnunar frá upphafi til enda
    • eðli og hlutverki viðburða í samfélaginu með sérstakri áherslu á íslenska viðburðsstjórnun
    • kynningarstarfi viðburða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja fram áætlun fyrir viðburð
    • stjórna framkvæmd viðburðar
    • undirbúa kynningarstarf
    • leggja mat á gæði og árangur viðburðar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • undirbúa skipulagningu ýmis konar viðburða
    • stýra viðburðum og stjórna framkvæmd á skipulegan hátt
    Samanstendur af fjölbreyttri verkefnavinnu yfir önnina.