Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1464705267.12

    Íþróttir á öryggis- og björgunarbraut
    ÍÞRÓ2ÞS08(SS)
    57
    íþróttir
    liðleiki, samvinna, styrkur, Þol
    Samþykkt af skóla
    2
    8
    SS
    Áfanginn miðar að því að undirbúa nemendur undir það líkamlega álag sem miðar sem fylgir öryggis og björgunarstörfum. Aðaláherslan er lögð á þolþjálfun innan sem utandyra, styrktarþjálfun með eigin líkamsþyngd og í lyftingasal og fjölbreytta liðleikaþjálfun. Unnið er að því að styrkja veikleika hvers og eins. Einnig reyna nemendur sig við hinar ýmsu íþróttagreinar og leiki. Unnið er með hópefli og samvinnu. Nemendur læra að skoða þjálfunarpúls sinn. Nemendur taka líkamsástandspróf í upphafi og í lok annar og læra þannig að meta eigið líkamsástand. Haft er til hliðsjónar inntökupróf í lögregluskólann og slökkvilið. Nemendur er hvattir til að rækta líkama sinn þar sem öryggis og björgunarstörf reyna talsvert á þol og þrek einstaklinga.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þjálfunarpúls
    • slökun
    • upphitun, líkamsbeitingu og þjálfun
    • líkamsástandarprófum og inntökuprófum í t.d. lögreglu og slökkvilið
    • skipulagi eigin þjálfunar
    • þol-, styrktar-, og liðleikaþjálfun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita líkamanum rétt við æfingar
    • fylgjast með púls og ákefð við æfingar
    • vinna með öðrum að lausn verkefna
    • taka tillit og hvetja aðra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • standast þol-, styrktar- og liðleikapróf
    • takast á við fjölbreytt verkefni sem reyna á líkamlegt-, andlegt og félagslegt atgervi
    • sýna sjálfstæði, öryggi og velja hreyfingu við hæfi
    • styrkja jákvæða sjálfsmynd með því að rækta líkama og sál
    Getur farið fram með margvíslegum hætti meðal annars með þolprófum, styrktarprófum, liðleikaprófum. Einnig má meta mætingu og virkni nemenda til einkunnar.