Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1466076484.18

    Andlitsmeðferð framhaldsáfangi til sveinsprófs í snyrtifræði
    ANMF3CA07
    6
    Andlitsmeðferð
    Jurtir, ilmolíur, verkleg þjálfun og viðbótartækni með tengingu í bóklega þætti
    Samþykkt af skóla
    3
    7
    Í áfanganum er leitast við að dýpka skilning á mismunandi meðferð húðar og lögð áhersla á fjölbreytta möguleika á því sviði. Nemendur kynnast ólíkum aðferðum verkþátta bæði með og án raftækja ásamt húðhreinsun. Nemendur vinna með jurtir og ilmolíur og læra notkun þeirra í húðmeðferð. Stefnt er að því að nemendur auki hæfni sína í vali á virkri meðhöndlun og snyrtivörum með vísun í virkni þeirra og innihaldsefna. Nemendur þjálfast frekar í verklegum þáttum sem teknir voru í fyrri áföngum í andlitsmeðferð. Gerðar eru meiri kröfur til sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæði í vali á markvissri húðmeðferð og lögð áhersla á að nemendur temji sér vönduð vinnubrögð.
    Framhaldsáfangar í andlitsmeðferð samkvæmt skólanámskrá.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • forsendum fyrir notkun heitra bakstra í húðmeðferð
    • mismunandi leiðum til að undirbúa húð á árangursríkan hátt til að fjarlægja stíflu og óhreinindi í húðholum s.s fílapensla og bólur.
    • hvernig hægt er að hreinsa og meðhöndla óhreina, stíflugjarna húð með tækjum eða kreistun
    • mismunandi jurtum sem hægt er að nota í húðmeðferð
    • virkni ilmolía á húð og skynfærum líkamans
    • algengustu leir- og íblöndunarefnum sem notuð eru í andlitsmaskagerð
    • leiðum til að auka hæfni húðar til innsíunar og hreinsunar án raftækja
    • hugmyndafræði og virkni þrýstipunktanudds i andlitsmeðferð og hvernig slíkt er notað sjálfstætt eða með annarri nuddtækni
    • hugmyndafræði og virkni nuddaðferða í andlitsmeðferð til viðbótar við hefðbundið sænskt nudd s.s heitra og kaldra steina í andlitsmeðferð eða heitskeljanudd
    • markvissu vali snyrtivara í meðferð og til heimanota með tilliti til innihaldsefna og virkni þeirra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp vinnuaðstöðu á skilvirkan og fljótlegan hátt
    • nota heita bakstra í húðmeðferð
    • meðhöndla húð á virkan hátt án raftækja, þ.e. auka innsíun húðar og hreinsun
    • velja jurtir og ilmolíur og vinna með þær á mismunandi í húðmeðferð eftir virkni, tilgangi og markmiðum meðferðar
    • nudda með mismunandi nuddtækni s.s. shiatsunuddi, heitsteinanuddi og/eða heitskeljanuddi
    • blanda mismunandi leirmaska
    • meðhöndla húð karlmanna og veita þeim ráðleggingar um húðmeðferð
    • velja á milli mismunandi meðferðar sem lærða hafa verið, með tilliti til húðgerðar, lífsstíls, fyrri meðferðar og utanaðkomandi þátta
    • sýna færni í verkþáttum sem lærðir voru í undanförum þ.e. yfirborðshreinsun, litun augnhára og augabrúna, plokkun augabrúna, djúphreinsun, rafmeðferð, nudd og andlitsmaskar
    • sýna færni í vali á snyrtivörum og rökstyðja val þeirra eftir innihaldsefnum og þörfum viðskiptavinar
    • forgangsraða og skipuleggja vinnu sína á markvissan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna í hóp til þess að auka skilning á verklega þætti námsins og samskiptatækni
    • undirbúa verkþætti og hafa skilning á mikilvægi vandaðra vinnubragða og fagmannlegrar framkomu
    • velja viðeigandi snyrtivörur í meðferð með tilliti til ástands húðar, markmiðum meðferðar og innihaldsefna
    • setja upp markvissa meðferð á fleiri en einn veg og hafa hæfileika til að raða verkþáttum upp í ólíkri röð og geta skilgreint markmið og orsakatengsl verkþátta í meðferðinni
    • ráðleggja framhaldsmeðferð og snyrtivörunotkun á markvissan hátt með tilliti til þarfa viðskiptavinar
    • skilja við vinnuaðstöðu á viðeigandi hátt og sýna frágang áhalda og efna af þekkingu á mismunandi sótthreinsunarmiðlum
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði við efnistök og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    • sýna fagmannleg vinnubrögð, vera háttvís í framkomu og viðhafa persónulegt hreinlæti
    Vinnueinkunn (stöðumat, skyndipróf, verkefnavinna, frammistaða í kennslustundum) og lokapróf