Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1466076996.8

    Förðun
    FÖRÐ1AA03
    2
    Förðun
    Almenn förðun-grunnáfangi
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Í þessum byrjunaráfanga læra nemendur vinnustöðu og verklag við förðun þar sem lagður er grunnur fyrir meiri skyggingar. Nemendur læra uppsetningu, undirbúning og frágang á vinnuaðstöðu og móttöku viðskiptavina. Nemendur eru þjálfaðir í andlitsgreiningu, litavali og grunnförðun. Áhersla er lögð á að farða í samræmi við andlits- og litgreiningu ásamt réttu vöruvali.
    Almennt grunnnám samkvæmt námsbrautarlýsingu snyrtibrautar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi andlitslögun og litarhætti einstaklinga
    • vörum sem notaðar eru fyrir grunnförðun
    • mismunandi farða og geti valið hann fyrir viðskiptavin út frá litarhætti
    • efnum sem notuð eru til að þrífa og sótthreinsa áhöld sem notuð eru í förðun
    • hvernig góð vinnustaða er við förðun
    • hve háttvísi í framkomu er mikilvæg
    • hve fagleg hæfni í móttöku og samskiptum við viðskiptavin er mikilvæg
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp vinnuaðstöðu fyrir förðun
    • taka á móti viðskiptavini, greina andlit og litarhátt hans
    • velja viðeigandi efni og liti á farða og förðunarvörum viðskiptavinar
    • veita viðskipavini grunnförðun í samræmi við andlitsgreiningu
    • geta átt samskipti við viðskiptavin um leið og hann er farðaður
    • þrífa og sótthreinsa áhöld og ganga frá vinnuaðstöðu á viðeigandi hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna í hópi til að auka skilning á verkþáttum og auka samskiptahæfni
    • undirbúa vinnuaðstöðu fyrir förðun
    • hafa skilning á vönduðum vinnubrögðum, háttvísi og fagmannlegri framkomu
    • sýna sjálfstæð vinnubrögð í vali á farða fyrir viðskiptavini
    • greina andlit og ákveða förðun og viðeigandi efnisnotkun fyrir viðkomandi
    • skyggja og lýsa eftir andlitslögun
    • velja liti með tilliti til húð-, augn-, og háralitar
    • ganga frá vinnuaðstöðu, efnum og áhöldum á viðeigandi hátt
    Símatsáfangi • Vinnufærni nemandans er metin á önninni með leiðsagnarmati á verklegri vinnu þar sem nemandi velur efni til að vinna með, greinir andlit og farðar, í byrjun á samnemendum og síðan á utanaðkomandi aðilum. • Krafa er um vönduð vinnubrögð og háttvísi í framkomu og er hún ein af forsendum þess að nemandi standist áfangann. • Þekking er metin með skriflegum könnunum og verkefnum sem unnin eru heima.