Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1466077134.58

    Förðun, framhaldsáfangi til sveinsprófs í snyrtifræði
    FÖRÐ2BA04(FB)
    3
    Förðun
    Förðun, framhaldsáfangi
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    FB
    Í þessum áfanga læra nemendur að skilgreina muninn á mismunandi förðun eftir tilefnum. Kennd er förðun með tilliti til gleraugnanotkunar og aldurs. Lögð er áhersla á mismunandi skyggingar í kvöld-, brúðar- og leiðréttingarförðun í samræmi við andlitsgreiningar. Nemendur öðlast dýpri skilning á förðun að viðbættum sértækari verkþáttum og ná tökum á skyggingu og blöndun lita.
    Samkvæmt skólanámskrá
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi vörunotkun viðskiptavina
    • hvernig förðun hentar brúði og undir gleraugu
    • hvað ber að forðast þegar eldri konur eru farðaðar og hvaða förðunarvörur henta þeim best
    • hvernig förðun, t.d. skyggingar og litir henta til leiðréttingar í samræmi við andlitsgreiningar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • halda uppi samræðum við viðskipatvin á meðan á meðhöndlun stendur og fá upplýsingar um notkun hans á snyrtivörum fyrir andlitsförðun og því tengdu
    • velja efni við hæfi og geta farðað viðskipavin innan þeirra tímamarka sem til er ætlast
    • greina andlit og litarhátt viðskiptavinar og gefa ráðleggingar um litaval
    • nota skyggingar í förðun í samræmi við andlitslögun
    • nota mismunandi augnskyggingar og blöndun lita
    • setja upp vinnuaðstöðu fyrir förðun og ganga frá á viðeigandi hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæð vinnubrögð til að greina andlit og litarhátt viðskiptavinar
    • sýna sjálfstæð vinnubrögð til að setja upp vinnuaðstöðu fyrir förðun og ganga frá á viðeigandi hátt
    • velja förðunarvöru sem hentar fyrir viðskiptavini
    • geta rætt við viðskiptavin um hvaða förðunarvörur hann notar, hvernig hann notar þær og greint hvort eða hvað á vantar
    • gefa ráðleggingar sem hentar viðskiptavini
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og faglega framkomu
    • bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    Símatsáfangi • Krafa er um háttvísi í framkomu og sjálfstæði í vinnubrögð. • Vinnufæri nemandans er metin á önninni með leiðsagnarmati á verklegri vinnu þar sem nemandi greinir andlit, velur efni til að vinna með, og farðar andlit á utanaðkomandi aðilum. • Þekking er metin með, skriflegum könnunum og verkefnum sem unnin eru heima.