Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1466077814.95

    Litun augnhára og augabrúna
    LIPL1AA03
    1
    Litun augnhára og augabrúna
    Litun augnhára og augabrúna – plokkun augabrúna
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Í áfanganum er farið í litun augnhára og augabrúna og að móta augabrúnir í samræmi við augnumgjörð. Farið verður í hvernig permanent er sett í augnhár.
    Almennt grunnnám samkvæmt námsbrautarlýsingu snyrtibrautar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi efnum sem notuð eru við litun augnhára og augabrúna
    • leiðum til að móta augabrúnir út frá andlitslagi og augnumgjörð
    • forsendum fyrir litavali og litablöndun
    • hvernig augnhár eru meðhöndluð með augnhárapermanenti
    • efnum sem notuð eru við augnhárapermanent og áhrif þess á hár
    • frábendingum og varúðarráðstöfunum við litun og augnhárapermanent
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp vinnuaðstöðu fyrir litun augnhára og augabrúna
    • sýna undirbúning fyrir litun augnhára og augabrúna
    • mæla augnumgjörð með tilliti til litunar og plokkunar augabrúna
    • velja lit og blanda mismunandi tóna eftir lit og grófleika hára
    • blanda lit með mismunandi festi s.s. kremi, töflum, vökva
    • lita augnhár með mismunandi augnpúðum (bómull, bréfi eða plasti) og áhöldum s.s. tré- eða plastpinna eða pensli
    • lita augabrúnir með mismunandi áhöldum s.s. tré- eða plastpinna, pensli eða bursta
    • beita áhöldum rétt við augabrúnaplokkun
    • plokka augabrúnir og móta augabrúnir í samræmi við andlitsfall og augnumgjörð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lita augnhár og augabrúnir með því að sýna viðeigandi undirbúning, litablöndun og framkvæmd verkþáttar
    • sýna viðeigandi handtök við plokkun augabrúna og geta verið ráðgefandi varðandi mótun þeirra
    • sýna varúð við notkun efna sem notuð eru í verkþættinum og fylgja leiðbeiningum um notkun þeirra
    • sýna snyrtimennsku við litun augnhára og augabrúna og vera ráðgefandi varðandi litaval
    Símat þar sem vinnueinkunn í áfanganum er lokamat (tímaverkefni, skyndipróf, verklegt mat á önn og frammistaða í kennslustundum).