Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1466081400.0

    Heimildaritgerð – lokaáfangi til sveinsprófs í snyrtifræði
    RITG3DA03
    1
    Ritgerðarsmíð
    Vinna við heimildaritgerð – efnisöflun og ritun
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    Í áfanganum er ritun heimildaritgerðar þar sem nemendur velja sér ákveðið efni sem tengist starfi snyrtifræðings. Lögð er áhersla á að efnisval tengist faginu og að því sé gerð ítarleg skil með vísun til fjölbreyttra heimilda. Nemendur eiga með þekkingarleit að dýpka skilning á efnisvalinu og geta heimfært notagildi þess í væntanlegu starfi sínu sem snyrtifræðingur.
    Verk- og bóktengt fagnám fram að lokaáföngum samkvæmt námsbrautarlýsingu snyrtibrautar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig ritun heimildarvinnu á sérsviði snyrtifræðinnar á sér stað og nota til þess fyrri þekkingu frá íslenskuáföngum brautarinnar
    • að velja afmarkað efni og skrifa um það fræðilega til að dýpka þekkingu sína á efninu efnisvali sínu og hvernig það muni nýtast í starfi sínu í faginu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna heimildaritgerð eftir almennum viðurkenndum aðferðum og setja hana fram á viðeigandi hátt varðandi uppsetningu og frágang
    • vega og meta áreiðanleika upplýsinga og draga raunhæfa ályktun á efninu út frá fyrri þekkingu í náminu og draga af þeim niðurstöðu í lokin
    • temja sér gagnrýna hugsun við efnisöflun með tilliti til áreiðanleika þeirra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta sett saman á skilvirkan hátt fræðilegan texta með tilvísun til fjölbreyttra heimilda
    • skila heimildaritgerð þar sem tekið er tillit til almennra skilyrða varðandi uppsetningu, frágang, ritun og meðhöndlun heimilda
    • dýpka þekkingu sína á viðfangsefni ritgerðar og gera grein fyrir notagildi þess í starfi sínu sem snyrtifræðingur
    • gera grein fyrir efni ritgerðar og geta efnislega stutt það rökum
    Námsmat Símat (verkefnavinna, málstofa, fyrstu skil á ritgerð og lokaskil).