Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1466083896.5

    Sótthreinsun og smitvarnir
    SMSÓ1AA02(FB)
    1
    Sótthreinsun og smitvarnir
    Smitleiðir, varnir og sótthreinsunaraðferðir
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    FB
    Í áfanganum er fjallað um helstu sýkla og smitleiðir þeirra. Sérstök áhersla er lögð á sýkingarhættur á snyrtistofum. Teknar eru fyrir helstu sótthreinsunaraðferðir sem notaðar eru til að hefta útbreiðslu sýkla.
    Almennt grunnnám samkvæmt námsbrautarlýsingu snyrtibrautar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu örverum og einkennum þeirra
    • helstu smitleiðum á snyrtistofu sem vinnustað og fyrirbyggjandi aðgerðir gagnvart þeim ónæmisvörnum líkamans og mótsstöðu gegn sýkingu
    • sótthreinsiefnum sem eru notuð við sótthreinsun húðar, áhalda og vinnusvæðis
    • eiginleikum mismunandi sótthreinsimiðla, kostum þeirra og göllum
    • mismunandi sótthreinsieiginleikum efna (antiseptic/disinfectant)
    • mismunandi sótthreinsiaðferðum s.s. efnafræðilegri og eðlisfræðilegri sótthreinsun
    • viðeigandi hreinsun og frágangi á handklæðum, líni, hárböndum og öðru sem viðkemur vinnuaðstöðu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • ganga frá vinnuaðstöðu með tilliti til réttra sóttvarna
    • sótthreinsa áhöld með tilliti til efnisgerð þeirra og notkunar
    • greina á milli mismunandi sótthreinsiaðferða s.s blaut eða þurr sótthreinsun
    • velja viðeigandi sótthreinsimiðil við frágang vinnuaðstöðu
    • nota mismunandi sótthreinsimiðla sem eru notaðir á snyrtistofum
    • skilgreina mismuninn á dauðsótthreinsun og annarri sótthreinsun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera meðvitaður um mikilvægi hreinlætis og sótthreinsunar í verkþáttum og áhöldum til að forðast óæskilegar smitleiðir sem gætu átt sér stað á vinnustað
    • velja viðeigandi sótthreinsimiðil með tilliti til efnisgerðar áhalda og hreinsað vinnusvæði
    Símat sem samanstendur af vinnueinkunn í áfanganum (verkefnavinna, skyndipróf og frammistaða í kennslustundum)