Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1466084096.48

    Vinna á snyrtistofu
    SÞJÁ3DA04(FB)
    1
    Þjálfun á snyrtistofu
    Tenging við atvinnulífið þar sem nemandi vinnur á snyrtistofu samhliða lokaáföngum
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    FB
    Í áfanganum starfa nemendur á snyrtistofu í þeim tilgangi að afla sér starfsleikni í snyrtifræði. Nemandi eykur þekkingu sína á starfi snyrtifræðings og eykur færni sína sem verðandi snyrtifræðingur. Nemendur vinna undir handleiðslu meistara eða sveins á snyrtistofunni. Lögð er áhersla á auka víðsýni og sjálfstæði nemanda í vinnu sinni og þjálfun í samskiptatækni á vinnustað
    Verk- og bóktengt fagnám fram að lokaáföngum samkvæmt námsbrautarlýsingu snyrtibrautar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • snyrtivörum og starfsháttum á viðkomandi snyrtistofu
    • verkþáttum sem hafa verið lærðir á snyrtibraut og skynja fjölbreytilega útfærslu þeirra á vettvangi snyrtistofunnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna verklega þætti snyrtibrautar á snyrtistofu og tengja skilning í fagbóklega þætti
    • tímasetja vinnu sína og að standast bókun meðferða til að vinnuferli snyrtistofunnar raskist ekki
    • taka þátt í daglegu starfi snyrtistofu, skrá pantanir, vinna meðferðir og ganga frá vinnusvæði sínu
    • nýta samskiptatækni sína á vinnustað þ.m.t. að sýna fagmannlega framkomu, samvinnu og umburðarlyndi gagnvart utanaðkomandi einstaklingum og samstarfsfólki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna sjálfstætt á vinnumarkaði undir handleiðslu meistara eða sveins í snyrtifræði og sýnt við það fagmannlega framkomu við alla aðila snyrtistofunnar
    • vinna verkþætti af kunnáttu og tengt þá bóklegum þáttum með hliðsjón af með- og mótverkandi þáttum
    • ráðleggja snyrtimeðferðir og vörunotkun með tilliti til áframhaldandi meðferða og vörusölu til einstaklinga
    Símat frá meistara snyrtistofu