Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1466171442.38

    Líkamsmeðferð II
    LIKM3BA06(FB)
    1
    Líkamsmeðhöndlun
    Líkamsmeðferð framhaldsáfangi til sveinsprófs í snyrtifræði
    Samþykkt af skóla
    3
    6
    FB
    Í áfanganum læra nemendur verklag við djúphreinsunar- og raftækjameðferð fyrir líkamann, helstu forsendur fyrir notkun hitameðferða og að þekkja mismunandi straumtegundir sem notaðar eru í líkamsmeðferð. Áhersla er lögð á líkamsgreiningu, tækjanotkun og nudd. Nemendur fá viðbótarþjálfun í líkamsnuddi þar sem notaðir eru t.d. heitir steinar eða annað sem markaðurinn bíður upp á. Þeir læra stöðluð greiningarform fyrir líkamann, mismunandi líkamsstöður og líkamsástand. Nemendur kynnast mismunandi tegundum meðferða sem hafa áhrif á fituvef húðar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • djúphreinsun húðar á líkamanum
    • mismunandi tækjameðferð fyrir líkamann og geta valið á milli þeirra eftir þörfum viðskiptavinar
    • mismunandi straum¬tegundum sem notaðar eru í líkamsmeðferð
    • helstu forsendur fyrir notkun hita¬meðferða
    • stöðluðu greiningarformi fyrir líkamann
    • mismunandi fituvef húðar og hvað hefur áhrif á hann
    • hvað markaðurinn hefur í boði í líkamsmeðferðir hverju sinni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • geta tekið á móti viðskiptavinum á faglegan hátt og sýnt færni í því að eiga góð samskipti við hann í leiðbeiningu sinni og ráðgjöf um meðhöndlun
    • greina líkama og fylla út greiningablöð
    • geta leiðbeint um notkun snyrtivara og meðferðar fyrir líkamann í samræmi við líkamsgreiningu
    • nudda eftir sænska nuddkerfinu t.d með heitum steinum eða öðru sem að markaðurinn hefur upp á að bjóða.
    • nota raftæki í líkamsmeðferð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna og hafa skilning á vönduðum sjálfstæðum vinnubrögðum, háttvísri og fagmannlegri framkomu
    • sýna sjálfstæð vinnubrögð í að undirbúa vinnuaðstöðu
    • nudda líkama eftir sænska nuddkerfinu með viðbót sem markaðurinn segir til um hverju sinni, hreinsað húð að því loknu og ganga frá á faglegan hátt
    • gefa ráðleggingar sem hentar viðskiptavini
    • geta rætt við viðskiptavin um mismunandi meðferð fyrir líkamann og sýna sjálfstæð vinnubrögð í vali fyrir hann á meðferð
    • sýna sjálfstæð vinnubrögð í að setja upp vinnuaðstöðu fyrir ýmsar sérmeðhöndlanir fyrir líkamann og frágang og sótthreinsun á viðeigandi hátt
    • nota rafræn tæki í líkamsmeðferð
    • bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    Vinnueinkunn á önn og verklegt- og skriflegt lokapróf • Vinnufærni nemanda er metin á önninni með jafninga- og leiðsagnarmati á verklegri vinnu á samnemendum og utanaðkomandi aðilum. • Þekking er metin með skriflegu lokaprófi, könnunum og verkefnum sem unnin eru í kennslustundum og heima. • Í lok annar er hæfni nemanda metin með verklegu lokaprófi það sem hann vinnur á utanaðkomandi aðila, líkamsgreiningu með ráðgjöf, nudd og meðferð með raftækjum.