Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1466424667.73

    Stofutímar
    STOF3BA03(FB)
    3
    Stofutímar
    Þjálfun og aukin skilningur á verklegum þáttum í snyrtifræði
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    FB
    Í áfanganum er leitast við að búa til umhverfi sem líkist snyrtistofu í rekstri þar sem viðskiptavinur getur pantað sér þjónustu að vild. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist verklega færni og sýni sjálfstæð vinnubrögð við meðhöndlun og ráðleggingar til viðskiptavina. Nemendur læra að vinna markvisst að verkþáttum námsins þannig að fram komi verkskipulagning, tækni, hraði og leikni í vinnubrögðum. Þeir þjálfast í að greina þarfir viðskiptavina og veita þjónustu í samræmi við þær. Ráðleggja þeim með markvissum hætti, um notkun snyrtivara og þá meðhöndlun sem í boði er á snyrtistofum.
    Forkröfur samkvæmt skólanámskrá.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hve háttvísi í framkomu og hæfni í samskiptum við aðra með faglegum hætti er mikilvæg
    • hve mikilvægt er að greina þarfir viðskiptavina fyrir meðhöndlun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • sýna sjálfstæð vinnubrögð og vinna þá verkþætti sem þeir hafa tileinkað sér í öðrum verklegum áföngum á snyrtibraut
    • greina þarfir viðkomandi og velja meðhöndlun, efni og gefa ráðleggingar sem við á
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta unnið þá verkþætti sem hann hefur tileinkað sér í öðrum áföngum á ókunnum viðskiptavinum
    • hafa skilning á vönduðum vinnubrögðum, háttvísri og fagmannlegri framkomu
    • bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    Vinnueinkunn á önn • Ástundun í kennslustundum • Krafa er um háttvísi og faglegri framkomu og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Vinnufærni nemandans er m.a. metin á önninni með verklegri vinnu þar sem nemandi vinnur á utanaðkomandi módelum. • Þekking og skilningur er metin út frá hvernig hann undirbýr og skipuleggur sína • vinnu ásamt því hvernig hann ráðleggur viðskiptavini