Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1466502176.47

    Almenn handsnyrting, byrjunaráfangi til sveinsprófs í snyrtifræði
    HASN1AA05(FB)
    2
    Handsnyrting til sveinsprófs í snyrtifræði
    Handsnyrting, grunnáfangi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    FB
    Í þessum byrjunaráfanga læra nemendur vinnustöðu og verklag við grunn-handsnyrtingu. Þeir læra uppsetningu og undirbúning vinnuaðstöðu og móttöku viðskiptavina og greiningu á höndum, húð og nöglum. Áhersla er lögð á grunnþætti handsnyrtingar eins og að þjala og bóna neglur, hreinsa naglabönd og jafnframt á vöruþekkingu sem tengist fyrrgreindum verkþáttum. Nemendur læra handanudd og naglalökkun og að greina algengustu naglavandamál. Verklegar æfingar miða að því að nemendur þjálfist og geti veitt viðskiptavini grunnhandsnyrtingu með nuddi og lökkun. Í bóklegum hluta áfangans læra nemendur um bein og vöðva framhandleggja og handa. Einnig um séreinkenni húðar á höndum eins. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu í uppbyggingu naglaumgjarðar og naglar. Nemendur læra um orsakir mismunandi naglavandamála svo sem um þunnar, þykkar, hrjúfar eða klofnar neglur og efnis- og vöruþekkingu snyrtivara fyrir hand¬snyrtingu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • séreinkenni húðar á höndum og hvernig nögl og naglaumgjörð er uppbyggð
    • mismunandi naglavandamálum svo sem um þunnar, þykkar, hrjúfar eða klofnar neglur
    • greiningu nagla og handa og útfyllingu á greiningarblöðum
    • vörum sem notaðar eru fyrir hand¬snyrtingu
    • beinum í handlegg og höndum
    • staðsetningu, upptök, festu og hreyf¬ingu vöðva handleggja og handa
    • mismunandi nuddhreyfingum í sænska nuddkerfinu
    • efnum sem eru notuð við sótthreinsun áhalda í handsnyrtingu
    • hvernig góð vinnustaða er við handsnyrtingu
    • hve háttvísi í framkomu er mikilvæg og hæfni í móttöku viðskiptavina með faglegum hætti
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp vinnuaðstöðu fyrir handsnyrtingu
    • taka á móti viðskiptavini og sýna háttvísi í framkomu
    • veita viðskipavini grunnhandsnyrtingu með nuddi og lökkun
    • greina hendur og neglur viðskiptavinar og fylla út greiningarblöð
    • greina algengustu naglavandamál og gefa ráðleggingar við þeim
    • þrífa og sótthreinsa áhöld og ganga frá vinnuaðstöðu á viðeigandi hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna í hóp til þess að auka skilning á verkþáttum og auka samskiptahæfni
    • undirbúa vinnuaðstöðu fyrir handsnyrtingu
    • hafa skilning á vönduðum vinnubrögðum, háttvísri og fagmannlegrar framkomu
    • sýna sjálfstæð vinnubrögð í handsnyrtingu á viðskiptavini
    • greina húð á höndum og ákveða meðhöndlun og viðeigandi efnisnotkun fyrir viðkomandi
    • greina neglur og naglaumgjörð og ákveða meðhöndlun og viðeigandi efnisnotkun fyrir viðkomandi
    • tengja undirstöðuþekkingu sína á litum til að velja hentugan naglalakkslit fyrir viðskiptavini
    • tengja undirstöðuþekkingu sína á staðsetningu vöðva til að gefa handanudd á viðeigandi hátt
    • velja viðeigandi sótthreinsimiðil fyrir áhöld sem notuð eru í handsnyrtingu
    • ganga frá vinnuaðstöðu, efnum og áhöldum á viðeigandi hátt
    Vinnueinkunn á önn og lokapróf • Vinnufæri nemandans er metin á önninni með leiðsagnarmati á verklegri vinnu þar sem nemandi greinir hendur, fyllir út greiningarblöð, vinnur handsnyrtingu og velur efni til að vinna með á samnemendum og utanaðkomandi aðilum. • Krafa er um vönduð vinnubrögð og háttvísi í framkomu og er hún ein af forsendum þess að nemandi standist áfangann. • Þekking er metin með skriflegu lokapróf, skriflegum könnunum og verkefnum sem unnin eru heima.