Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1466503537.24

    Andlitsmeðferð lokaáfangi til sveinsprófs í snyrtifræði
    ANMF4DA05(FB)
    2
    Andlitsmeðferð
    Sérmeðferðir – verk- og bóktengdur áfangi
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    FB
    Áfanganum er skipt í lotur þar sem nemendur tileinka sér nýjungar í húðmeðferð og fá tækifæri til að kynnast mismunandi sérmeðferðum og tækjum sem hægt er að nota við andlitsmeðhöndlun. Hverri lotu er lokið með skriflegu lotuprófi. Leitast er við að nemendur fái samanburð og kynnist hvort fræðilegur ávinningur af húðmeðferð standist væntingar um árangur. Áfanginn er kenndur samhliða SÞJÁ áfanganum sem er þjálfun á snyrtistofu.
    Framhaldsáfangar A í andlitsmeðferð samkvæmt námsbrautarlýsingu snyrtibrautar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu straumgerðum sem eru notaðar við vöðvastyrkjandi meðferð
    • helstu tækninýjungum sem fram koma í húðmeðferðum s.s hljóðbylgjum, leysi og IPL og LED ljósgeislameðferð
    • blöndun ýmiss konar rafstrauma við meðhöndlun
    • efnum sem notuð eru við ýmiss konar sérmeðhöndlun húðar s.s. hydroxíðsýrur og lífvirkum efnum
    • markmiðum og virkni andlitsmaska sem tilheyra sérmeðhöndlun (hita-, gúmmí-, kollagenmaska o.s.frv.)
    • húðslípunaraðferðum sem eru í boði á markaðnum hverju sinni (kristöllum, demantsslípun), forsendur fyrir vali og virkni meðferðar
    • forsendur fyrir vali á sérmeðferð fyrir viðskiptavin og víxlverkun þeirra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota alfahydroxíðsýru-meðferð á mismunandi hátt
    • vinna með sértækar efnameðferðir sem í boði eru á snyrtistofum hverju sinni (s.s. C-vítamín, gegn litaflekkjum o.s.frv.)
    • vinna með rafræna vöðvastyrkjandi meðhöndlun fyrir andlit (örstraum og hljóðbylgjur)
    • vinna með tæki til húðslípunar með kristöllum
    • setja á ýmsa andlitsmaska sem tilheyra sérmeðhöndlun eins og t.d. hitamaska (vax, leir), gúmmímaska, kollagenmaska o.s.frv.
    • velja á milli mismunandi meðferðar með tilliti til húðgerða, lífsstíls, fyrri meðferðar og utanaðkomandi þátta
    • rökstyðja forsendur fyrir vali sérmeðferðar
    • forgangsraða og skipuleggja vinnu sína á markvissan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna í hóp til þess að auka skilning á verklega þætti námsins og samskiptatækni
    • undirbúa verkþætti og hafa skilning á mikilvægi vandaðra vinnubragða og fagmannlegrar framkomu
    • velja viðeigandi snyrtivörur í meðferð með tilliti til ástands húðar, markmiðum meðferðar og innihaldsefna
    • vinna viðeigandi meðferð hverrar lotu með skilning á virkni og færni í vinnubrögðum
    • greina á milli raunvirkni og árangurs meðferðar eftir ólíkum einstaklingum með tilliti til aldurs og fyrri húðmeðferða
    • velja markvissa einstaklingsmiðaða meðferð sem nær yfir ákveðið tímabil til að ná settum árangri fyrir húðgerðina
    • skilja við vinnuaðstöðu á viðeigandi hátt og sýna frágang áhalda og efna af þekkingu á mismunandi sótthreinsunarmiðlum
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði við efnistök og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    • hafa viðeigandi samskiptatækni við viðskiptavini, vera háttvís í framkomu og viðhafa persónulegt hreinlæti
    Lotuskiptur símatsáfangi (vinnueinkunn í lotum, lotupróf, skýrslur og verkefnavinna)