Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1466503963.94

    Efnafræði snyrtivara- framhaldsáfangi
    ESNY2BA05(FB)
    5
    Efnisfræði snyrtivara
    Snyrtivörur og efnafræði snyrtivara, áhrif og virkni helstu lykilefna
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    FB
    Í áfanganum er fjallað um efnafræðilega samsetningu snyrtivara og helstu efnafræðihugtök skilgreind. Lögð er áhersla á virku innihaldsefnin í snyrtivörum og áhrif þeirra á húð. Farið er yfir helstu vottanir sem snyrtivörur geta fengið.
    Samkvæmt skólanámskrá.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum efnafræðinnar með áherslu á lífefnafræðitengingu
    • náttúrulegum snyrtivörum og nýmynduðum á rannsóknarstofu
    • flokkun innihaldsefna snyrtivara og hlutverki þeirra (s.s. grunnefni, virk efni, snyrtilyfsefni, andoxandi, rotverjandi o.s.frv.)
    • eiginleikum þeyta og þeytiefna, fitusýra (mettaðra, ómettaðra), ilmolía, jurtaolía og annarra algengra lípíða í snyrtivörum
    • húðraka, sykrum, sterkjum og eiginleikum rakagefandi og rakabindandi efna (humectants) til að viðhalda og auka raka til að auka lífvirkni hennar
    • jurtum og jurtaúrefnum, algengum vítamínum, steinefnum og algengum lífvirkum efnum sem snyrtivörur innihalda
    • hydroxíðsýrum, kostum þeirra, notagildi og varúðaráðstafanir við notkun sólvarnarefnum, helstu sólvarnarsíum og gervibrúnkuefnum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina helstu virku innihaldsefni snyrtivara, uppruna þeirra, virkni og notkun
    • skilgreina mun á virkni mismunandi innihaldsefna í snyrtivörum
    • leiðbeina um sólvarnarefni, notkun þeirra og almenn sólráð
    • leiðbeina um notkun lífvirkra efna í snyrtivörum s.s. hydroxíðsýra, vítamína og peptíða
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina raunhæfa virkni snyrtivara með tilliti til efnasamsetningar
    • bera saman væntingar og raunhæfni sem hægt er að vænta af virkni snyrtivara
    • ákvarða raunhæfa notkun snyrtivara og geta leiðbeint um vöruval fyrir ólíkar húðgerðir
    Vinnueinkunn (tímaverkefni, verkefnamappa, skyndipróf og frammistaða í kennslustundum) og lokapróf.