Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1466600594.95

    Þjónustusiðfræði
    SAÞJ1AA03(FB)
    3
    Þjónustusiðfræði
    Líkamsbeiting, framkoma, samskiptatækni
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    FB
    Í áfanganum er farið í fjölbreytileika mannlegrar hegðunar og tilfinninga. Nemendur fá aukinn skilning á mannlegum samskiptum og mikilvægi þeirra á starfi sínu á snyrtistofu. Lögð er áhersla á að nemendur skilji hve fagmannleg framkoma og rétt líkamsbeiting er mikilvæg til árangurs í starfi. Þá læra nemendur um sölu, kynningu og markaðssetningu á snyrtivörum og þjónustu snyrtifræðinga.
    Almennt grunnnám samkvæmt námsbrautarlýsingu snyrtibrautar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallarreglum um persónulegt hreinlæti vegna nándar í þjónustustarfi
    • æskilegum og óæskilegum þáttum í fari fagmanns við þjónustustörf
    • muni á góðri og slæmri líkamsstöðu
    • æskilegu og óæskilegu umræðuefni við vinnu á snyrtistofu
    • grundvallarlögmálum almennrar siðfræði
    • aðferðum til þess að ná athygli viðskiptavinarins með t.d. mismunandi kynningu og staðsetningu á vörum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota líkamann með eðlilegum hætti við vinnu sína
    • meta viðeigandi umræðuefni við samstarfsfólk og utanaðkomandi aðila á vinnustað sínum
    • selja snyrtivörur og þjónustu til mis¬mun¬andi viðskiptavina við ólíkar aðstæður á meðvitaðan og markvissan hátt
    • meta þarfir einstaklinga fyrir sölu og ráðgjöf á snyrtivörum og notkun þeirra
    • meta gildi líkamstjáningar í samskiptum við einstaklinga
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera hæfari til að taka á móti utanaðkomandi einstaklingi og meta hvaða eiginleikar eru æskilegir til að mynda þægilegt andrúmsloft og vinnuumhverfi
    • vera meðvitaður um æskilega þætti sem auka þjónustufærni og viðmót til einstaklinga
    • leggja áherslu á fagmannlega framkomu og samskipti við sölu á snyrtivörum og þjónustu
    • nota æskilegar vinnustöður s til að auka vinnufærni og draga úr hættu á álagssjúkdómum
    Símat sem byggist á vinnueinkunn í áfanganum (verkefnavinna, skyndipróf og frammistaða í kennslustundum)