Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1471272296.65

    Grunnþættir bókfærslu
    BÓKF1IN05
    13
    bókfærsla
    inngangur að bókfærslu
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Kynnt er bókhaldshringrásin og helstu reglur um tvíhliða bókhald. Fjallað er um grundvallarhugtökin eignir, skuldir, gjöld og tekjur. Kenndar eru almennar færslur í dagbók og uppgjör reikninga í reikningsjöfnuði. Farið er í helstu reikninga sem notaðir eru í bókfærlsu og þeir notaðir í dagbókafærlsu og reiknisjöfnuði.
    Upplýsingatækni
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallarhugtökum tvíhliða bókhalds
    • bókhaldshringrásinni
    • flestum reikningum sem teljast til grunnreikninga í fjárhagsbókhaldi
    • uppgjöri í efnahags- og rekstarreikngi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • færa einfaldar dagbókarfærslur með tilgreindum reikningum
    • nota upplýsingar hverning lagfæra á bókhaldið með hliðsjón af einföldum athugasemdum
    • nota upplýsingar til að geta sett upp rekstrar- og efnahagsreikning í lok reikningstímabils með tilgreindum upplýsingum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina frá bókhaldshringrásinni, almennum reikningum og reiknisjöfnuði
    • geta fært einfaldar dagbókafærlsur með fyrirliggjandi upplýsing úr bókhaldsgögnum
    • geta gert upp efnahag- og rekstarreikning með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsinum úr efnahagsreikningi og prjófjöfnuði
    • geta gert lagfæringar í reiknisjöfnuði með fyrirliggjandi upplýsingum
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matinu eru próf, skilaverkefni og mat kennara á vinnu nemenda, vinnubrögðum og framförum.