Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1471432821.58

    Stærðfræði - hornaföll og vigrar
    STÆR3HO06
    141
    stærðfræði
    hornafræði, vigrar
    Samþykkt af skóla
    3
    6
    Áhersla er lögð á hornaföll en jafnframt eru önnur lotubundin föll kynnt. Bogamál og vigrar eru teknir til skoðunar. Einnig er farið í Fylki og Jöfnuhneppi.
    Að nemandi hafi lokið áfanganum STÆR3HE06
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • lotubundnum föllum og hornaföllum
    • undirstöðureglum talningarfræðinnar, tvíliðustuðlum og Pascalsþríhyrningnum
    • jöfnum hrings og sporbaugs
    • hornafræði þríhyrninga, stefnuhorni línu, sínusreglu, kósínusreglu og flatarmálsreglu
    • almennri skilgreiningu hornafalla, bogamáli og umritunarreglum hornafalla
    • vigurreikningi í sléttum fleti, summu, mismun og innfeldi tveggja vigra og lengd vigurs, horni milli vigra og hjá samsíða og hornréttum vigrum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leysa hornafallajöfnur og ójöfnur
    • þekkja jöfnur keilusniða
    • reikna með vigrum
    • meðhöndla hornaföll og hornafallareglur
    • leysa talningarfræðileg vandamál
    • meðhöndla lotubundin föll og gröf þeirra, finna t. d. lotu og útslag
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum
    • útskýra hugmyndir sínar og verk á skilmerkilegan hátt
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstimann. Til grundvallar matinu eru eftirfarandi þættir: Meðaltal tímaverkefna og prófa (50%) Meðaltal tíma- og skilaverkefna (20%) Meðaltal heimadæma (30%)