Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1474538492.41

    Vísindalegur orðaforði í ensku
    ENSK3VO05(SB)
    29
    enska
    Vísindatengdur orðaforði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    SB
    Í áfanganum er þjálfaður vísindalegur orðaforði með það fyrir augum að undirbúa nemandann fyrir háskólanám þar sem námsefni er á ensku. Nemendur þjálfa sig í grunnorðaforða í fræðilegri ensku, m.a. með því að lesa texta í fræðum sem þeir hafa áhuga á og hlusta á stutta fyrirlestra til að þjálfa sig í hlustun á fræðilegum orðaforða.
    ENSK2GA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • vísindalegum orðaforða í enskum textum og tali
    • setningauppbyggingu í fræðilegri ensku
    • algengum stofnum sem notaðir eru í fræðilegri ensku
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja texta á fræðisviði sem þeir hafa áhuga á
    • lesa þokkalega erfiða texta á fræðilegri ensku um ýmis fræðisvið sér til gagns
    • hlusta á fyrirlestra á háskólaensku sér til gagns.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja texta sem hann þarf að takast á við í háskólanámi eða öðrum verkefnum þar sem fræðileg enska er notuð
    • skilja talað mál þegar notuð er fræðileg enska, svo sem í fjölmiðlum eða í námi
    Notast verður við fjölbreyttar námsmatsaðferðir, m.a. skilum á endursögnum á lestextum, virkni í tímum og umræðu um lesið efni. Áfanginn er símatsáfangi.