Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1483459769.6

    Stærðfræði - Fornám
    STÆR1SF05(FN)
    None
    stærðfræði
    Fornám í stærðfræði
    í vinnslu
    1
    5
    Unnið er með talnaskilning og undirstöðuatriði í almennum reikningi. Farið er í prósentur og hlutföll: Unnið er með hugtakið prósenta og léttur prósentureikningur er æfður. Að lokum er farið í tölfræði og unnið með talnasöfn, töflur og myndrit.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu heilla talna
    • notkun sviga og röð aðgerða
    • frumþáttun náttúrlegra talna
    • að prósenta er hluti af hundraði
    • einföldum prósentureikningi
    • tíðnitöflu og myndritum
    • meðaltali, miðgildi og tíðasta gildi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna í huganum
    • reikna dæmi með svigum og nota reglu um röð aðgerða
    • nota veldi
    • frumþátta tölur
    • finna hluta, heild og prósentu
    • hækka og lækka tölu um ákveðna prósentu
    • vinna með talnasafn og búa til tíðnitöflu
    • setja upp súlurit, stöplarit og línurit
    • finna meðaltal, miðgildi og tíðasta gildi talnasafna
    • lesa upplýsingar út úr myndritum og töflum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega
    • skiptast á skoðunum sínum við aðra um lausnir sínar og útskýra fyrir öðrum
    • átta sig á tengslum ólíkra aðverða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu til notkunar í áframhaldandi námi
    • takast á við stærðfræðileg verkefni í daglegu lífi með opnum og jákvæðum huga
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu til notkunar í áframhaldandi námi
    • takast á við stærðfræðileg verkefni í daglegu lífi með opnum og jákvæðum huga
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.