Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1484304292.63

    Hýbýlahönnun
    TEXT2HÝ05
    6
    textílhönnun
    Hýbýlahönnun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er unnið að textílverkefnum í híbýlum, nemendur vinna allan mögulegan textíl t.d púða, dúka, rúmteppi, gluggatjöld, listmuni og fl. Nemendur þjálfaðir í að virkja sköpunarkraftinn í hugmyndir sínar. Mismunandi stílar skoðaðir og einnig hönnuðir. Farið er yfir rými og notkun þess og nemendur vinna rýmisteikingar og líkön. Vettvangsferðir og verkefni nemenda verða til sýnis
    FATA1SH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • á mismunandi stílum í innanhúshönnun
    • á rými og rýmisteikningu
    • hugmyndaöflun og uppsetningu
    • mismunandi tækni í samsetningu verkefna
    • hvaða hráefni má setja saman
    • framsetningu og frágang
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrá hugmyndir
    • skilja rými og rýmisteikningu
    • skilja ferlið frá hugmynd að fullunnu verki
    • hugleiða útlit, notagildi út frá fagur- og formfræðilegum forsendum
    • þekkja liti og gildi þerra í umhverfi okkar
    • skapa og setja saman eftir mismunandi textílaðferðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna með hugmyndir sínar þannig að hægt sé að útfæra þær út frá lita- og formfræði
    • nota efni og form í eigin listsköpun
    • skynja liti og samsetningu þeirra í umhverfinu og í listsköpun
    • geta gert auðvelda rýmisteikningu og líkön
    • kunna ýmsar saumtækniaðferðir við verkefnin sín
    Nemendur fá mat fyrir hvern hluta t.d. prufur, verklýsingar, púða og svo lokaverkefni