Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1484905989.62

    Saumtækni
    SAUM1ST03(SB)
    4
    Fatasaumur
    Tilbúin snið
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Í áfanganum fá nemendur þjálfun í notkun tilbúinna sniða og að breyta þeim eftir eigin stíl og vexti. Nemendur sauma einfaldar flíkur og þjálfa sig í saumtækni. Gerðar eru einfaldar prufur. Flöt teikning af flík ásamt vinnulýsingu skal unnin meðfram saumaskapnum. Vinnumappa tekin saman með öllum verkefnum áfangans. Vettvangsferðir eru farnar og sýning verður í annarlok á verkefnum nemenda
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða greinarinnar til að geta notað skýringarmyndir og vinnulýsingar
    • hvernig líkamsmál eru tekin og gerður samanburður við stærðartöflur
    • uppbyggingu sniða og heitum og útliti ólíkra sniða
    • hvernig sniðhlutar eru lagðir á efni
    • helstu notkun á saumavélum og öðrum tækjum
    • grunnatriðum í saumtækni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka líkamsmál og skilja stærðartöflur
    • nota orðaforða greinarinnar við notkun vinnulýsinga
    • geta raðað sniðhlutum á efni
    • geta teiknað saumför, falda, og aðrar merkingar áður en sniðið er og sauma einfaldar flíkur og prufur
    • nota saumavélar og fylgihluti
    • temja sér vönduð vinnubrögð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa úr stærðartöflum
    • laga snið að stærðum
    • meta og nota viðeigandi stillingar á saumavélum
    • sauma einfaldar flíkur
    Vinnumöppur nemenda í hópnum verða metnar m.a. eftir umfangi, frágangi og merkingum. Vinnubrögð við hönnun, snið og saumur metin eftir dagbókum, vinnubókum og glósum nemenda og kennara