Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1486655564.9

    Fisktækni 1
    FIST1AF06(FT)
    2
    Fisktækni
    Afurðir og framleiðsluferli
    Samþykkt af skóla
    1
    6
    FT
    Nemandinn kynnist til hlítar framleiðsluferlum fiskafurða frá afla til afurða, afurðanýtingu, tengsl gæða og markaða. Nemandi fær tilsögn varðandi helstu vinnsluferla algengustu nytjafiska við Ísland. Jafnfram fær hann leiðsögn varðandi rekjanleika og virðiskeðju í fiskiðnaði. Hann fær fyrstu tilsögn um vinnslu mismunandi tegunda fisks og afurða, virðiskeðju heildarferlis og rekjanleika. Hugmyndafræði sjálfbærni fiskistofna er kynnt.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu tegundum nytjafiska.
    • Blóðgun, slægingu og dauðastirðnun
    • Eiginleikum unnins og fersks fisks sem fæðu og virðiskeðju veiða, vinnslu og markaða. Verðmætasköpun og sóun í virðiskeðjunni.
    • Hugtökunum gæði og gæðavitund. Skilgreiningu gæða í fiskveiðum, vinnslu og flutningum, gæðaviðmiðum og gæðarýrnun. Áhrifum flutnings, geymslu og vinnslu á ferskan fisk og gæði hans.
    • Hugtakinu neytandi. Þeim leiðum og aðferðum sem fyrirtæki og starfsmenn veiða og vinnslu beita í megindráttum til að fara að kröfum neytenda, óskum og væntingum.
    • Tengslum gæða, markaða og verðlags.
    • Ástæðum og forsendum hreinlætisstefnu í skipi, í flutningatækjum, fiskmörkuðum og landvinnslu varðandi persónulegt hreinlæti, verklagsreglur við þrif, efnum, tækjum og aðferðum við þrif í öllum þáttum vinnslu- og flutnings.
    • Örverum í umhverfi veiða og vinnslu; tegundir, lífsskilyrði, hættur og varnir.
    • Opinberum heilbrigðiskröfum í veiðum og vinnslu sem gerðar eru til fiskiskipa, fyrirtækja og starfsmanna.
    • Flæðiriti (ferlum) ferskfiskvinnslu, saltfiskvinnslu, frystingar og fiskmarkaða.
    • Verkunaraðferðum fisks og framleiðsluaðferðum fisksafurða; ferskur fiskur, saltfiskur, frystur fiskur
    • Gæðakerfinu HACCP; flæðiriti, skipuriti, áhættugreiningu, fyrirbyggjandi ráðstöfunum, sannprófun
    • Umhverfismerkingum
    • Fiskiskipum og veiðarfærum og mismunandi veiðiaðferðum.
    • Kælingu, frystingu og íshúðun.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Rekja vinnsluferli eftir flæðiriti.
    • Sannprófa hreinlætis- og þrifaáætlun og fylgja henni.
    • Þekkja helstu nytjafisktegundir
    • Að blóðga, slægja og ganga frá fisk til geymslu
    • Búa til flæðirit fyrir ferskan fisk, frystan fisk og saltfisk.
    • Til að fylgja verklagsreglum varðandi hreinlæti og þrif í sjávarútvegi
    • Skilja áhrif gæða og markaðar á fiskverð.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Meta og ræða hvort veiðar, vinnsla og fiskeldi sé áhugaverður starfvettvangur til framtíðar og hvort hann hafi áhuga á frekara námi í veiðum, vinnslu og fiskeldi.
    • Bera skyn á væntingar, óskir og kröfur neytenda og tengsl þeirra við ferla og verkþætti í veiðum og vinnslu.
    • Skilgreina og útskýra tengsl hráefnismeðferðar, gæða og markaðshæfni afurða.
    • Taka ábyrga afstöðu til hreinlætis, umgengi og persónuhlífa í matvælavinnslu.
    • Bera virðingu fyrir starfi sínu, starfsumhverfi og sjálfum sér.
    • Vera fullkomlega meðvitaður um að matvælavinnsla er starfsvettvangur þar sem hámarksnýting hráefna og gæði afurða eiga ávallt að vera í fyrirrúmi.
    • Skilgreina tengsl fiskveiða og vinnslu annars vegar og umhverfismála og auðlindanýtingar hins vegar.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá