Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1486656920.2

    Fisktækni 2
    FIST2AF06(FT)
    2
    Fisktækni
    Afurðir og framleiðsluferli
    Samþykkt af skóla
    2
    6
    FT
    Nemandi öðlast yfirsýn yfir allt ferli veiða, vinnslu og fiskeldis, frá veiðum til neytanda. Fjallað er um virðiskeðju með áherslu á hráefnisgæði, ekki síst með tilliti til vinnsluhraða og öryggis á gæðum. Nemandi öðlast þekkingu og skynmati fersks fisks. Gæðamat saltfisks, ferskra og frystra afurða. Lærir að búa þrifaplan fyrir fiskvinnslu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Dauðastirðnun og niðurbrotsferli í fiskiskipi og vinnslu
    • Tengls við kælingu og geymslutíma. Fyrirbyggjandi ráðstafanir og mun á fiskitegundum.
    • Fyrirbyggjandi ráðstafanir varðandi kælingu og geymslu á fiski.
    • Virðiskeðju veiða, vinnslu og markaða. Uppbyggingu fyrirtækisins í heild. Hvar verða verðmæti til í fyrirtækinu?
    • Hliðarafurðir í fiskvinnslu og fleiri tegundir verðmæta úr hafinu.
    • Afurðafræði. Tengslum gæða, verðlags og markaða. Útreikningum á verðmætum afurða. Kostnað við gæðarýrnun.
    • Eftirliti með vinnslu í vélum, mati á gæðum afurða, hráefnisnýtingu og flökunargalla.
    • Viðbrögðum við frávikum frá gæðum og nýtingu og aðgerðum í ljósi frábrigða frá kröfum.
    • Örverufræði; helstu tegundum örvera, vaxtaskilyrðum, efnislægum og smitnæmum óhreinindum. Fyrirbyggjandi aðgerðum gegn örverum og matvælahættum.
    • Grundvallaratriðum við gerð flæðirita með hættugreiningu.
    • Starfsemi fiskmarkaða; uppboðskerfi, verðmyndun á fiski, afurðaverð.
    • Skráningarreglur löndunar á fiskmörkuðum, gæðakröfur og sýnataka. Starfsleyfi og vottun fiskmarkað
    • Öllum helstu verkunaraðferðum fisks og framleiðsluaðferðum afurða. Grunnþætti sem liggja að baki ákvarðana um afurðir hverju sinni
    • Nýtingarútreikningum
    • Merking og vottun afurða.
    • Umhverfismerkingar og þýðing þeirra fyrir markaðssetningu og neytendur (Íslandsstofu).
    • Vigtunar-, flokkunar- og afkastamælingakerf
    • Öryggi í hráefnis- og afurðaflutningum á sjó, landi og í lofti.
    • Næringarefni í ferskum og unnum fiski.
    • Þróun fiskneyslu.
    • Ferli þurrkunar fisks og afurðum.
    • Ferli saltfiskverkunar og afurðum.
    • Ferli ferskfiskverkunar og afurðum
    • Ferli frystingar og afurðum.
    • Ferli í rækjuvinnslu og humarvinnslu og afurðum.
    • Ferli í uppsjávarvinnslu og afurðum.
    • Ferli í vinnslu eldisfisks.
    • Skynmati
    • Salfiskmati
    • Notkun umbúða fyrir mismunandi markaði og með tilliti til umhverfissjónarmiða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Gera flæðirit og hættugreiningu skv. HACCP undir leiðsögn.
    • Starfað á öllum starfsstöðvum í vinnsluferli fersks fisks, frystingar, söltunar, rækjuvinnslu, uppsjávarvinnslu og þurrkun, undir leiðsögn.
    • Taka gerlaprufur undir leiðsögn, rækta og skoða í rannsóknastofu. Skrá og meta niðurstöður.
    • Mæla og reikna nýtingu hráefnis undir leiðsögn og rekja orsakir frábrigða.
    • Meta gæði saltfisks og fersks fisks.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Taka ábyrga afstöðu til hreinlætis og umgengni í vinnslu.
    • Þroska vitund sína um tengsl hráefnismeðferðar og afurðagæða.
    • Skynja og skilja væntingar, óskir og kröfur viðskiptavina og neytenda, tengsl þeirra við ferla og verkþætti í veiðum og vinnslu.
    • Bera virðingu fyrir sjálfum sér, störfum sínum og starfsumhverfi.
    • Vera fullkomlega meðvitaður um að matvælavinnsla er starfsvettvangur þar sem gæði afurða, hámarksnýting hráefna, hámarksframleiðni ásamt hraða og öryggi í flutningum eiga ávallt að vera í fyrirrúmi.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá