Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1486657205.92

    HACCP-kerfi. Uppsetning og viðhald
    HCCP2UV03(FT)
    1
    HACCP kerfi
    Uppsetning og viðhald
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    FT
    Í áfanganum og tilsvarandi vinnustaðanámi er fjallað um uppbyggingu, uppsetningu og viðhald HACCP-kerfa í veiðum vinnslu og fiskeldi. Nemendur þjálfast í að setja upp kerfi undir leiðsögn, innleiða það og meta virkni þess.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hugmyndafræði að baki HAACCP-kerfia, þróun og uppbyggingu.
    • Skilgreiningu á fyrirbyggjandi ráðstöfunum gegn áhættu. Raundæmum um uppyggingu, innleiðingu og framkvæmd.
    • Hættugreiningu í framleiðslu fiskafurða almennt.
    • Hættugreiningu við íslenskar aðstæður.
    • Aðferðafræði við uppbyggingu kerfis í fyrirtæki, skref fyrir skref.
    • Skilgreiningu á mikilvægum stýristöðum (MSS).
    • Uppsetningu gæðahandbókar og notkun hennar.
    • Aðferðafræði innleiðingar á HACCP-kerfi.
    • Framsetningu kynningar á HACCP-kerfinu fyrir almenna starfsmenn og hvatningu til notkunar og eftirfylgni.
    • Viðhaldi HACCP-kerfisins.
    • Vottun og úttektum á HACCP-kerfinu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Taka þátt í uppbyggingu HACCP-kefis og vinna samkvæmt því.
    • Taka tillit til íslenskra aðstæðna í hættugreiningu.
    • Lágmarka áhættu með fyrirbyggjandi aðgerðum.
    • Kynna eðli og tilgang kerfisins fyrir almennum starfsmönnum.
    • Nýta kerfið til að hámarka gæði afurða.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Skilja eðli gæðakerfa og vera fullkomlega meðvitaður um tilgang þeirra og nauðsyn.
    • Vera meðvitaður um tengsl gæða og velgengni afurða og fyrirtækis á mörkuðum.
    • Greina ábyrgð sína sem virkur starfsmaður í fyrirtækinu og starfar í samræmi við hana.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá