Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487414538.08

    Stýri - fjöðrun - aflstýri
    BVSF3SA01
    6
    Stýri - fjöðrun
    Stýri, aflstýri, fjöðrun
    Samþykkt af skóla
    3
    1
    Farið yfir helstu gerðir vökvastýrisvéla, bæði tannastangargerð og snigilgerð. Farið yfir helstu gerðir vökvadæla. Mat á ástandi búnaðar og ástæður bilana. Mældur þrýstingur vökvakerfa. Skipti á slöngum og rörum, endurnýjun vökva, lofttæming. Viðgerðir vökvastýrisvéla: mat á sliti húss og íhluta, ventla og þéttinga. Viðgerðir á vökvadælum. Farið yfir útfærslur af fjölhjólastýrisbúnaði þ.e. fleiri en tveggja hjóla á sama ási (framan). Sérstaklega farið yfir vinnubrögð við stýrisbúnað í ökutækjum með loftpúða í stýrishjóli. Áhersla á slysahættu við viðgerðir stýrisbúnaðar og ábyrgð viðgerðarmanna vegna akstursöryggis.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu gerðum vökvastýrisvéla, einstökum íhlutum og virkni þeirra
    • virkni fjórhjólastýris og afturhjólastýris
    • aðgæsluatriðum í umgengni um stýrisbúnað í ökutækjum með loftpúða í stýrishjóli (SRS)
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • prófa vökvastýrisvélar, stilla og gera minniháttar viðgerðir á þeim í ökutækinu
    • taka vökvastýrisvél úr ökutæki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta ástand íhluta vökvastýrisvélar og endurnýja ef við á
    • setja stýrisvél saman og setja hana í ökutæki
    Verklegt mat; nemandinn nefnir og lýsir gerð og virkni ýmissa aflstýrisvéla. Hann gerir skoðanir og prófanir á aflstýri og stýrisbúnaði í ökutækinu. Nemandinn tekur stýrisvélar úr ökutækjum og tekur þær í sundur, lýsir og sýnir skoðun og mat á ástandi þeirra og gerir tillögur um úrbætur. Nemandinn gerir grein fyrir hættum vegna innbyggðs öryggisbúnaðar til verndar ökumanni og hvernig skuli umgangast búnaðinn við viðgerðir. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um fræðilega þætti áfangans og viðeigandi ákvæði reglugerðar um gerð og búnað ökutækja.