Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487425789.2

    Rafmagn í bíliðngreinum - raflagnir
    BRAF2RR03
    8
    Rafmagn í bíliðngreinum
    raflagnir, rafmagn
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Farið yfir rafkerfi og íhluti þeirra í rafteikningu. Nemendur teikna sama rafkerfið með tveimur teikniaðferðum, þ.e. með staðsetningu lagna og hluta eins og þeir væru staðsettir í ökutækinu og með línuteikningu DIN. Farið yfir rafteikningar frá ýmsum framleiðendum. Æfingar við rafkerfi samkvæmt teikningum og fyrirmælum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu raftækjum og rafbúnaði ökutækja
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa úr algengum teikningum af rafkerfum og rafbúnaði ökutækja
    • teikna einfalt rafkerfi bifreiðar samkvæmt DIN-staðli (línuteikning)
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skýra út rafteikningar frá ýmsum framleiðendum
    • finna íhluti rafkerfa í ökutækjum samkvæmt teikningum og fyrirmælum
    Verklegt mat; nemandinn gerir raflagnateikningar af ýmsum undirkerfum og raflagnakerfum ökutækja. Nemandinn sýnir að hann getur lesið úr raflagnateikningum ökutækja og sagt til um virkni eða staðsett bilanir miðað við strauma og spennu í kerfunum. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf í raflagnateikningu