Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487429190.23

    Plast - greining og viðgerðir
    BVPL2GV03
    3
    Plast
    Plast, greining og viðgerðir
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Farið er yfir efnauppbyggingu hitafastra og hitadeigra plastefna. Æfð greining plastefna. Æfðar suður og límingar jafnhliða greiningu bæði á nýju efni og ökutækjahlutum. Kynntir möguleikar við mótun plastefna við smíði hluta í yfirbyggingar ökutækja. Áhersla er lögð á hættur af reyk og uppgufun efna í plastviðgerðum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • efnauppbyggingu hitafastra og hitadeigra plastefna
    • möguleikum við mótun plastefna við smíði hluta í yfirbyggingar ökutækja
    • hættum af reyk og uppgufun efna í plastviðgerðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • bræða saman mismunandi gerðir plastefna með heitu lofti og með rafhitun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lýsa efnauppbyggingu plastefna og geti greint þau í undir- og yfirflokka
    • greina plastefni samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda
    • velja viðgerðaraðferð eftir eðli efnisins
    Verklegt mat; nemandinn lýsir og greinir algengar gerðir plastefna sem notuð eru í ökutækjum. Hann velur viðgerðaaðferðir og gerir við skemmda plasthluti. Nemandinn gerir grein fyrir hættum sem stafa af vinnu við plastefni og efnavörum sem notaðar eru til plastviðgerða. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um fræðilega þætti áfangans.