Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487429456.31

    Stýri - fjöðrun - framvagn
    BVSF2SF01
    3
    Stýri - fjöðrun
    Stýri, fjöðrun, framvagn
    Samþykkt af skóla
    2
    1
    Farið yfir aðferðir við mat á ástandi búnaðar og íhluta í framvagni, vinnubrögð við viðgerðir og meðhöndlun búnaðar og íhluta. Upprifjun á frágangi skrúffestinga. Farið yfir grunnatriði hjólastillinga. Áhersluatriði í kennslu: vönduð vinna, fagleg vinnubrögð og nákvæmni. Mikilvægi þess að allar festingar og splitti séu rétt frágengin. Gera grein fyrir þeirri hættu sem skapast af lélegum vinnubrögðum. Slysahætta við vinnu undir ökutæki og akstursöryggi eftir viðgerð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum er varða hjólastillingar
    • aðferðum við mat á ástandi búnaðar og íhluta í framvagn
    • reglum um frágang skrúffestinga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka stýris- og fjöðrunarbúnað í sundur
    • skipta um slitna eða skemmda hluti í stýris- og fjöðrunarbúnaði
    • setja saman stýris- og fjöðrunarbúnað og gera viðeigandi stillingar
    • lýsa afleiðingum þess ef beitt er röngum vinnubrögðum
    • lýsa afleiðingum þess ef hjólabúnaður að framan er vanstilltur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta ástand algengs stýris- og fjöðrunarbúnaðar, þ.m.t. hjól og hjólbarða
    Verklegt mat; nemandinn tekur í sundur ýmsar gerðir stýrisbúnaðar, lýsir viðgerðum eða skiptum á íhlutum. Hann lýsir áhrifum slitinna íhluta á aksturseiginleika og akstursöryggi og hvernig viðgerðamaður gengur úr skugga um framangreind atriði. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um fræðilega þætti áfangans og viðeigandi ákvæði reglugerðar um gerð og búnað ökutækja.