Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487430391.45

    Rafmagn í bíliðngreinum - bilanaleit
    BRAF3RB03
    10
    Rafmagn í bíliðngreinum
    bilanaleit, rafmagn
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    Farið yfir rafkerfi ökutækja: leiðslukerfi, hlutakerfi, íhluti og varbúnað. Æfingar í meðferð mæli- og prófunartækja og leit að prófunar- og viðgerðaupplýsingum. Verkefni í kerfisbundnum aðferðum við bilanaleit og úrlausnum vegna bilana og í skyndiviðgerð þar sem við á. Farið yfir reglugerðarákvæði um rafbúnað.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • kröfum til rafkerfa ökutækja: leiðslukerfa, hlutakerfa, helstu íhluta og varbúnaðar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita kerfisbundnum aðferðum við leit að bilunum í rafbúnaði
    • leita sér upplýsinga um rafbúnað í viðgerðarbókum og öðrum upplýsingagögnum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lýsa rafkerfum ökutækja, virkni einstakra hluta í rafkerfum og fundið þá í ökutækjum
    • nota fjölsviðsmæla við mat á rafbúnaði
    • lesa og túlkað einföld tákn af sveiflusjá m.a. merki frá skynjurum
    • nota skanna til að lesa upplýsingar frá stjórntölvu hreyfils
    Verklegt mat; nemandinn lýsir hvernig staðið er að kerfisbundnum aðferðum við bilanaleit og úrlausnum vegna bilana. Hann lýsir skyndiviðgerðum eða ráðleggur aðrar aðgerðir þar sem við á. Hann sýnir notkun prófunartækja við skoðun merkja í rafrásun og aflestur kóða í stjórntölvu. Skriflegt mat; nemandinn gerir verkefni um kefiisbundin vinnubrögð í bilanaleit og leysir próf um fræðilega þætti áfangans.