Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487432106.59

    Blendingsbifreiðar
    BVHR3BB01
    7
    Hreyflar í ökutækjum
    Blendingsbifreiðar
    Samþykkt af skóla
    3
    1
    Farið yfir hugmyndafræði, upphaf blendingsbifreiða og gildi þeirra fyrir orkusparnað. Skoðuð yfir kerfisuppbygging blendingsbifreiða. Farið yfir virkni helstu íhluta rafbúnaðar og hvernig þeir eru frábrugðnir öðrum ökutækjum. Farið yfir uppbyggingu og virkni rafgeyma, hvernig búnaðurinn starfar með Atkinson hreyfli. Vinnubrögð við mælingar með bilanagreini og mat íhluta. Gerðar mælingar á afgasi hreyfils og gerðir útreikningar á losun mengandi efna. Lögð áhersla á öryggi og hættur sem eru til staðar við þjónustu og viðhald blendingsbifreiða.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • virkni brunahreyfla
    • virkni rafhreyfla og rafala
    • helstu gerðum rafgeyma
    • umgengisreglum og hættum vegna háspennu í rafbúnaði ökutækis
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • mæla rafbúnað blendingsbifreiða
    • mæla fæði- og kerfisþrýstingi í eldsneytiskerfi
    • sækja bilanakóða í tölvu hreyfils með prófunartæki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lýsa uppruna og áhrifum umhverfismengunar
    • lýsa virkni blendingsbúnaðar bifreiða
    • lýsa mælingum og prófunum á rafbúnaði blendingsbifreiða
    Verklegt mat; nemandinn lýsir gerð og virkni blendingsbifreiða og ber saman við hefðbundin ökutæki. Nemandinn gerir tilteknar prófanir og mælingar þ.m.t. kóðalestur úr stjórntölvu ökutækis. Hann lýsir umgengnisreglur við blendingsbifreiðar og áhrifum ökutækja á umhverfið. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um fræðilega þætti áfangans.