Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487432206.86

    Hreyflar - bilanir í vélbúnaði
    BVHR3BV01
    8
    Hreyflar í ökutækjum
    Hreyflar, bilanir í vélbúnaði
    Samþykkt af skóla
    3
    1
    Fjallað er um bilanir og skemmdir sem orðið geta í hreyflum, kerfum og íhlutum þeirra og hvaða áhrif bilanir í þeim geta haft á aðra hluti í hreyflinum. Kannað er hvernig bilanir í hreyflum lýsa sér og hverjar geti verið ástæður þeirra. Æfingar í notkun prófunar- og mælitækja: þjöppumæla, þrýstimæla, hitamæla, afgasgreina, sveiflusjár og hlustunartækjum. Áhersla er lögð á greiningu bilana og rekstrartruflana sem verða skömmu eftir að viðgerð hefur farið fram.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • bilunum og skemmdum sem orðið geta í hreyflum, kerfum og íhlutum þeirra og hver áhrif bilanir í þeim hafa á aðra hluti í hreyflinum
    • hvernig bilanir í hreyflum lýsa sér og hverjar geti verið ástæður þeirra
    • kerfum hreyfilsins og hvernig þau geta haft áhrif á vinnu og rekstraröryggi hreyfilsins
    • prófunar- og mælitækjum: þjöppumælum, þrýstimælum, hitamælum, afgasgreinum, sveiflusjám og hlustunartækjum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita ýmsum aðferðum til að kanna ástand hreyfla og hvernig greina megi bilanir og rekstrartruflanir sem geta orðið skömmu eftir að viðgerð hefur farið fram
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lýsa gerð og virkni vélbúnaðar brunahreyfla (ottó og dísil) og einstakra hluta þeirra
    • lýsa hvernig greina má bilanir í vélbúnaði hreyfla og ástæður þeirra
    • lýsa hvernig önnur kerfi hreyfilsins geta haft áhrif á vinnu og rekstraröryggi hreyfilsins
    Verklegt mat; nemandinn lýsir gerð og virkni vélbúnaðar brunahreyfla (ottó og dísil) og einstakra hluta þeirra og hvernig greina má bilanir í vélbúnaði hreyfla og ástæður þeirra. Hann sýnir að hann getur beitt prófunar- og mælitækjum sem notuð eru við verkefni sem áfanginn spannar. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um fræðilega þætti áfangans.