Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487432307.77

    Hreyflar – eldsneytisinnsprautun, dísil
    BVHR3ED01
    9
    Hreyflar í ökutækjum
    Hreyflar, dísil, eldsneytisinnsprautun
    Samþykkt af skóla
    3
    1
    Farið er yfir byggingarlag og vinnuhátt eldsneytiskerfa dísilhreyfla og þjálfað reglubundið viðhald, svo sem síuskipti, prófun og viðgerðir spíssa og tímastilling innsprautunar. Skoðaður er rafstýribúnaður eldsneytiskerfa.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • byggingarlagi og vinnuhætti eldsneytiskerfa dísilhreyfla
    • rafstýribúnaði eldsneytiskerfa
    • kröfum vegna umgengni við eldsneytiskerfi dísilhreyfla
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • sinna reglubundnu viðhaldi, m.a. síuskiptum
    • skipta um íhluti eldsneytiskerfa
    • prófa og gera við eldsneytisspíssa
    • tímastillt innsprautunardælur (deili- og raðdælur)
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lýst gerð og virkni algengra eldsneytiskerfa dísilhreyfla og einstakra hluta kerfanna
    • lýst hvernig greina má algengar bilanir eldsneytiskerfa dísilhreyfla
    Verklegt mat; nemandinn bendir á og lýsir kerfum og búnaði sem áfanginn spannar. Nemandinn sýnir hvernig skuli sinna viðhaldi; skipta um síur og eldsneytisspíssa. Hann prófar spíssa, mælir bakleka og les kóða úr stjórntölvu. Hann lýsir hættum sem fylgja dísilkerfum og varnir gegn þeim. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um fræðilega þættii áfangans.