Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1488192807.6

    Vefforritun - Bakendaforitun og gagnagrunnar
    VFOR3BG05
    2
    Vefforritun
    Bakendaforritun, gagnagrunnur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur vinna að gerð vefja með notkun bakendaforritunarmáls og gagnagrunna. Notast er við hlutbundna aðferðafræði og MVC mynstur í vefforitun ásamt notkun beininga (e. routing). Söfn eru skoðuð og notuð til að einfalda verk við þróun veflausna. Lögð er áhersla á uppsetningu og skipulag vefja
    VFOR3BA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • MVC mynstri
    • beiningum (routing)
    • söfnum
    • hlutbundinni aðferðafræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja saman gagnagrunna og bakendaforritunarmál
    • búa til vefsíðu með notkun hluta og beininga
    • setja kóða skipulega upp og nota lýsandi nöfn á hluti og aðferðir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna sjálfstætt
    • búa til vefsíðu frá grunni sem byggir á MVC mynstri
    • kynna sér og nota mismunandi söfn
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá FS.