Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1488378459.83

    Iðnaðar- og tæknisaga
    SAGA2IT05
    24
    saga
    Iðnaðar og tæknisaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er tekin fyrir iðnaðar- og tæknisaga frá upphafi mannkyns til nútímans. Lögð verður áhersla á þær breytingar sem urðu á framleiðsluþáttum og samfélagsgerð í kjölfar iðnbyltingarinnar. Einnig verður hinni öru tæknibyltingu 20. aldar gerð góð skil og hvernig þróun í tækni og iðnaði breytti lífsháttum mannkynsins. Áhersla er lögð á mikilvægi og hagnýt gildi tækni- og iðnmenntunnar og hvernig hún nýtist í nútímasamfélagi. Áfanginn er ætlaður nemendum á öllum brautum framhaldsskóla.
    20 feiningar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvaða áhrif iðn- og tæknibyltingar hafa haft á mannkynið
    • helstu tækniframförum
    • tengslum milli íslenskrar og erlendra tækniframfara
    • hvaða áhrif tækni hefur á daglegt líf okkar
    • mikilvægi iðn- og tækniþekkingar
    • þekkja starfs-, fyrirtækja- og menntunarumhverfi tækni og iðnaðar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina orsakir, afleiðingar og áhrif sem iðnbyltingin hafði á lifnaðarhætti hérlendis og erlendis
    • skilja muninn á frumvinnslu, fullvinnslu og vélvæðingu í iðnaði
    • gera sér grein fyrir rannsóknargildi tækninnar þ.e. skapa þörf og leita lausnar
    • afla sér heimilda um sérhæft efni og vinna úr þeim
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir áhrifum tækni- og iðnbyltingarinnar
    • skilja áhrif tækninýjunga og notagildi þeirra
    • skilja hvernig þróun í tækni og iðnaði helst í hendur við eftirspurn, frramleiðslu og markaðsfærni
    • vera meðvitaðri um mikilvægi iðnaðar og tækni í nútímasamfélagi
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.