Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1489951413.03

    Hesturinn - saga, menning og önnur hestakyn
    HEST2ÞR05
    3
    hestamennska
    Þróun hestsins
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Skoðað er hvernig þróun hestsins endurspeglast í sögulegum atburðum, landafræði og menningu ýmissa landa. Fjallað er um hvernig hesturinn hefur þjónað mannkyninu á ótal vegu sem leiðir til umfjöllunar um allan þann fjölda hrossakynja sem þekkjast í dag. Verkefnavinna er fjölbreytt og lögð er áhersla á framsögu og röksemdafærslu út frá staðreyndum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þróunarsögu hestins frá frumhesti til nútíma hests
    • áhrifum hestsins á þróunarsögu mannsins
    • mismunandi hlutverki hestsins í gegnum aldirnar
    • ganghestakynjum
    • einkennum hestakynja eftir landsvæðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta fræðilegt efni jafnt á íslensku sem og erlendum tungumálum
    • beita gagnrýninni hugsun
    • beita röksemdafærslu og draga ályktanir út frá staðreyndum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðla þekkingu sinni til annarra
    • beita gagnrýninni hugsun á markvissan hátt
    • nota hópavinnu til þess að leysa stærri og umfangsmeiri verkefni
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.