Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1490863968.75

    Kynjafræði
    FÉLA3KY05
    21
    félagsfræði
    kynjafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn fjallar um stöðu kynjanna og staðalmyndir í samfélaginu út frá helstu kenningum kynjafræðinnar og tengingu við mannréttindi í lýðræðissamfélögum á Vesturlöndum. Fjallað er um kynferði sem félagslegan áhrifaþátt og tengingu við hugtök eins og jafnrétti, réttlæti, karlmennsku/kvenmennsku, fötlun, klám, kynbundið ofbeldi, lýðræði og fleira. Rýnt verður í ýmsar birtingarmyndir kynjaskekkju, ýmis önnur svið mismununar og rökrætt hvaða hlutverkum mannréttindi eiga að þjóna í samfélaginu. Markmið áfangans er að kynna og nota kenningar innan kynjafræðinnar til aukins skilnings á innviðum og hugmyndafræði samfélagsins og æfa um leið rökræður og sjálfstæða skoðanamyndun um málefni sem snúa að þeim. Lögð er áhersla á umræður og lýðræðislega nálgun í kennslunni þar sem nemendur eru krafðir um þátttöku og áhrif á efnisþætti áfangans. Áfanginn byggir á virkni og þátttöku nemenda þar sem reynir á sjálfskoðun og greiningu á umhverfi sínu með hliðsjón af kenningum kynjafræðinnar.
    Tíu fein. í félagsfræði á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum og viðfangsefnum kynjafræðinnar
    • mismunandi mótun kynjanna út frá menningu, umhverfi og tíma
    • umræðu um jafnrétti og mismunun
    • áhrifum staðalmynda
    • birtingarmyndum kynjaskekkju í nærsamfélagi og frá alþjóðlegu sjónarhorni
    • tengslum mannréttinda við lýðræðissamfélög
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina stöðu og staðalmyndir kynjanna í fjölmiðlaefni, námsefni og almennri umræðu
    • greina goðsagnir varðandi kynjamun og kynímyndir í samfélaginu
    • afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
    • beita hugtökum kynjafræði á ólíkar aðstæður
    • meta jafnrétti og réttlæti út frá menningarlegum gildum samfélagsins
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina áhrif kynferðis á líf hans og annarra
    • geta tekið þátt í rökræðum um stöðu kynjanna og um önnur jafnréttismálefni
    • geta sett fram þekkingu sína í ræðu og riti
    • skilja helstu orsakir kynjaskekkju samkvæmt hugmyndum kynjafræðinnar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.