Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1490880543.2

    Fiskvinnsluvélar
    FISV2VR04(FT)
    2
    Fiskvinnsluvélar
    Vélar
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    FT
    Fjallað er um meginforsendur sem hönnuðir og tæknimenn leggja til grundvallar við hönnun og smíði fiskvinnsluvéla. Lögð er áhersla á skilning á vinnslumáta, takmörkunum og viðhaldskröfum vélanna. Fjallað er um takmörkun á heimildum til viðhalds og meðferðar, einkum varðandi raftengingar og stýrikerfi. Lýst er öllum föstum og hreyfanlegum vélhlutum, hlutverki þeirra, virkni , viðhaldsþörf og eftirliti ásamt öryggiskröfum sem settar eru við vinnu, viðhald og þrif. Nemendur fá verklega þjálfun í viðhaldi og þrifum véla ásamt eftirliti með gæðum afurða og stillingu í ljósi þeirra. Þeir þjálfast í notkun handbóka, skráníngu viðhalsbóka skráningu varahlutalagers.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hlutverki fiskvinnsluvéla, ferli hráefnis og afurða.
    • Meginforsendum sem hönnuðir og tæknimenn leggja til grundvallar við hönnun og smíði fiskvinnsluvéla og mati á rýmisþörf véla ásamt að- og fráflutningstækjum.
    • Öllum helstu gerðum fiskvinnsluvéla og kerfa í notkun hérlendis, framleiðendum þeirra, innflytjendum og þjónustuaðilum.
    • Uppbyggingu fiskvinnsluvéla, föstum og hreyfanlegum vélhlutum, smíðaefnum, sliti og tæringu.
    • Vélbúnaði fiskvinnsluvéla og flutningsbúnaði að og frá ásamt slitflötum.
    • Rafbúnaði fiskvinnsluvéla og orkuþörf. Takmörkum sem ófaglærðum eru sett varðandi meðhöndlun rafbúnaðar.
    • Skurðarbúnaði fiskvinnsluvéla, föstum hnífum og snúningshnífum.
    • Viðhaldi og eftirliti með föstum og hreyfanlegum vélhlutum og rafbúnaði ásamt færslu viðhaldsdagbókar.
    • Tæringu og fyrirbyggjandi ráðstöfunum.
    • Þrifum vélbúnaðar og meðferð hreinsiefna.
    • Aðgengi að öllum hlutum véla ásamt vinnuaðstöðu og öryggi starfsmanna.
    • Viðhaldi og eftirliti sem er á ábyrgð fyrirtækis annars vegar og umboðsmanns eða framleiðanda hins vegar. Framleiðsluábyrgð vélbúnaðar.
    • Handbókum framleiðenda, varahlutalista, lager og verkfærum á vinnslustað.
    • Rekstrarkostnaði véla.
    • Líffræðilegum einkennum mismunandi tegunda fisks með tilliti til vinnslu í vélum.
    • Vinnu við mötun véla og eftirliti vélbúnaðar, leiðsögn, hámarksvinnutíma, öryggismálum og öryggisbúnaði, þ.m.t. persónuhlífum.
    • Hámarkskröfum um gæði afurða úr vélum og gæðaviðmið ásamt eftirliti með afurðagæðum, gallalestri og ráðstöfunum við frábrigðum.
    • Uppsetingu framleiðsludagbókar og skýrsluhaldi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Afla upplýsinga frá frameiðendum og þjónustuaðilum fiskvinnsluvéla.
    • Flokka, vista og varðveita öll gögn sem snúa að ábyrgðarsviði hans.
    • Annast daglegt viðhald véla og sjá um að reglubundið stoppviðhald sé framkvæmt í samræmi við viðhaldsáætlun og fyrirmæli framleiðanda.
    • Annast lager fyrir varahluti og verkfæri og sjá til þess að slíkt sé fyrir hendi þegar til á að taka.
    • Bera ábyrgð á öryggismálum véla.
    • Stilla vélar í samræmi við árituð afköst og gæði.
    • Sjá um þrif véla.
    • Hafa eftirlit með afurðagæðum allra helstu tegunda fiskvinnsluvéla sem algengar eru hérlendis.
    • Nota handbækur og véladagbækur við vinnu sína.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Annast rekstur, viðhald og þrif véla ásamt eftirliti með gæðum afurða og stillingu véla í ljósi þeirra.
    • Skilgreina tengsl milli rekstrar fiskvinnsluvéla og afkomu skipulagseiningar.