Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1492000138.77

    Efnisfræði í bílamálun
    BMEF2VB01
    1
    Efnisfræði í bílamálun
    Val og blöndun efna
    Samþykkt af skóla
    2
    1
    Farið er yfir val og blöndun efna miðað við mismunandi gerð undirlags og áferðar flatar sem meðhöndla skal. Fjallað er um aðferðir við að meta hvernig og með hvaða efnum og áhöldum heppilegast er að framkvæma tiltekið verk. Áhersla er lögð á að sérhver nemandi gæti heilsu sinnar og annarra miðað við gildandi öryggisreglur og fari í hvívetna eftir fyrirmælum framleiðenda um notkun efna og tækja.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • persónuvörnum í umgengni við málningarvörur
    • uppbyggingu málningarlaga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • blanda saman mismunandi efnum eftir leiðbeiningum framleiðanda (OEM)
    • lýsa gerð málningarefna, samsetningu þeirra og notkunarsvið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera grein fyrir leiðbeiningum og varúðarmerkingum (Pictogram)
    • gera vinnulýsingu um algeng verkefni í málun
    Skriflegt mat 40%. Verklegt mat 40%. Ástundun 20%.