Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1492003330.43

    Efnisfræði í bílamálun
    BMEF3AÐ01
    2
    Efnisfræði í bílamálun
    Val á aðferð
    Samþykkt af skóla
    3
    1
    Farið er yfir aðferðir til úrlausna ef upp koma gallar við framkvæmd verkefna og hvernig bílamálari velur aðferðir og efni til viðgerða. Upprifjun helstu atriða er varða meðferð og förgun þeirra efna sem notuð eru við bílamálun og hvar skuli leita upplýsinga ef þörf krefur. Lögð er áhersla á að nemendur kynni sér nýjustu efni sem standa til boða á hverjum tíma og tileinki sér öryggisreglur samkvæmt fyrirmælum framleiðenda um notkun þeirra.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim stofnunum sem hafa eftirlit með að skilyrðum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum sé framfylgt
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • velja aðferðir til úrlausna og leita sér upplýsinga.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera grein fyrir málningarefnum, göllum sem upp kunna að koma við notkun þeirra og gert ráðstafanir til úrlausna eftir því sem við á hverju sinni
    • lýsa meðferð og förgun spilliefna, geymslu þeirra og annarri meðhöndlun samkvæmt fyrirmælum framleiðenda og stofnana
    Vægi. Skriflegt mat áfangans 40%. Verklegt mat 40%. Ástundun 20%