Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1492009897.26

    Málmsuða II í bifreiðasmíði
    MAGS3BS03
    1
    MAG suða
    MAGS
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    Upprifjun á áfanganum BMS 102 og farið frekar í suðuaðferðir á þykkari (+1 mm) efnum. Suða á áli tekin sérstaklega fyrir, bæði plötur og mótaðir prófílar. Æfð rörasuða með logsuðu og hlífðargassuðu. Pinnasuða og hlífðargassuða burðargrinda tekin sérstaklega fyrir og neminn æfður í suðu og samsetningaraðferðum. Koparsuða með hlífðargasi á þunnum efnum æfð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • öryggisreglum við málmsuðu sem varða líkamlegar hættur, notkun varnarbúnaðar, umgengni við suðutæki og um suðustað
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • sjóða þykkari málmplötur með viðeigandi aðferðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • framkvæma asetýlen-, MAG-, MIG- og TIG-suðu á stáli og áli í sléttum plötum, mótuðum prófílum og rörum í öllum suðustellingum og harðlóðun með hlífðargassuðu á þunnum plötum
    • rafsjóða (pinnasuða) efni allt að 5 mm þykkt, soðið yfirbyggingu burðargrindar og grindarbita og skeytt saman með viðurkenndum skeytingaraðferðum
    Námsmat felst í mati á smíðisgrip, vinnubrögðum og vinnuhraða. Verkefni 80%. Ástundun 20%.