Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1492515150.0

    Málmsuða I í bifreiðasmíði
    MAGS2BS03
    4
    MAG suða
    MAGS
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Farið er yfir efnisfræði málma í yfirbyggingu og almenn grunnatriði plötumeðferðar við réttingu. Kynning á málmsuðuaðferðum, suðuáhöldum og suðubúnaði, vélum sem notaðar eru við hlífðargas- og logsuðu. Æfðar suður á þunnplötu frá 0,6 mm þykkt, bæði sléttum plötum, beygðum plötum og mótuðum prófílum. Æfðar lóðningar, bæði harðlóðun og mjúklóðun með gasi og auk þess mjúklóðun með lóðbolta.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu málmum í yfirbyggingum bifreiða og eiginleikum þeirra
    • öryggisreglum við málmsuðu sem varða líkamlegar hættur, notkun varnarbúnaðar, umgengni um suðutæki og suðustað
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita bæði harðlóðun og mjúklóðun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sjóða saman með hlífðargassuðu án fösunar þunnplötu frá 0,6 mm þykkt þannig að suðuáferð sé slétt og þarfnist sem minnstrar slípingar eftirá og suðan sé fullkomlega gegnumsoðin
    • að logsjóða (asetýlen) án fösunar þunnplötu frá 0,6 mm þykkt á láréttum flötum 2-300 mm samfelldar suður en auk þess lóðrétt fallandi og lóðrétt stígandi suður, auk kverksuðu. Suðuáferð sé slétt og þarfnist sem minnstrar slípingar eftir á og sé fullkomlega gegnumsoðin
    Námsmat felst í mati á smíðisgrip, vinnubrögðum og vinnuhraða. Verkefni 80%. Ástundun 20%.